Fótbolti

Capello neitar að tjá sig | Ummælin á ítalskri vefsíðu lygar

Fabio Capello.
Fabio Capello.
Fabio Capello segir að ummæli sem voru höfð eftir honum í kvöld á italpress séu röng. Hann hafi ekki tjáð sig um ástæður þess að hann hætti með enska landsliðið í kvöld og muni ekki gera það á næstunni.

"Ég er hættur með England og meira mun ég ekki segja," sagði Capello við ANSA á Ítalíu í kvöld og bætti við að ummælin á italpress væru lygar.

Sonur hans, Pierfilippo, tjáði sig einnig um meintu ummælin á italpress.

"Frétt á ítalskri vefsíðu í kvöld er röng og alls ekki sönn. Við munum kæra ef fleiri vefsíður ætla að spila sama leik," sagði sonurinn.

Ekki er búist við því að Capello né enska knattspyrnusambandið muni tjá sig frekar fyrr en á morgun í fyrsta lagi.


Tengdar fréttir

Capello hættur sem landsliðsþjálfari Englands

Enska knattspyrnusambandið staðfesti í kvöld í Fabio Capello væri hættur sem landsliðsþjálfari Englands. Capello sagði af sér eftir fund með forráðamönnum enska sambandsins áðan.

Capello kallaður á teppið

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, mun í dag fara á fund forráðamanna enska knattspyrnusambandsins vegna deilunnar um John Terry og fyrirliðastöðu enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×