Innlent

Engin ákvörðun verið tekin um mál frjálslyndra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur F. Magnússon bauð fram með Frjálslynda flokknum en yfirgaf hann svo.
Ólafur F. Magnússon bauð fram með Frjálslynda flokknum en yfirgaf hann svo.
Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvernig bregðast skuli við Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í gær.

Dómurinn dæmdi Reykjavíkurborg til að greiða Frjálslynda flokknum tæpar 6,8 milljónir vegna fjárframlaga fyrir árin 2008-2009 sem áttu að fara inn á reikning flokksins eftir að hann fékk einn mann kjörinn í borgarstjórn árið 2006. Peningurinn var aldrei greiddur til Frjálslynda flokksins heldur Borgarmálafélags F-lista sem Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi hafði stofnað eftir að hann yfirgaf Frjálslynda flokksins.

Kristbjörg Stephensen segir að dómurinn verði kynntur fyrir borgarráði á fundi sem fram fer á fimmtudag eftir viku. Eftir það verði hægt að taka ákvarðanir um það hvernig bregðast megi við honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×