Innlent

"Frávísunartillagan hefur veikt ríkisstjórnina"

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að frávísunartillaga Bjarna Benediktssonar hafi veikt ríkisstjórnina.

Þetta sagði Stefanía í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að frávísunartillaga Bjarni hafi hrist verulega upp í stjórnarmeirihlutanum. „Málið er afskaplega óþægilegt fyrir ríkisstjórnina og þá sérstaklega fyrir Samfylkinguna. Í flokknum eru fyrrverandi ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn og í núverandi stjórn sitja síðan tveir ráðherrar sem voru í ríkisstjórn Geirs Haarde."

Hún bendir að málið hafi einnig valdið talsverðum titringi innan þingflokks Vinstri Grænna. „Það hafa komið í ljós verulega miklir árekstrar innan stjórnarliðsins."

Stefanía telur að frávísunartillagan hafi tvímælalaust veikt ríkisstjórnarsamstarfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×