Innlent

Helstu átökin nú innan ríkisstjórnarinnar

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur.
Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur.
Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og kennari í Háskólanum á Bifröst, segir deilurnar innan ríkisstjórnarinnar blasa við öllum, í kjölfar þeirra ákvörðunar þingsins að fella tillögu um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga ákæru á hendur Geir H. Haarde til baka. „Það er minnihlutastjórn í landinu, ekki meirihlutastjórn," sagði Eiríkur Bergmann m.a. þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun.

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, sagði enn fremur að vantraustið innan ríkisstjórnarinnar væri slíkt að það væri að líkindum ekki hægt að gera neitt annað en að boða til kosninga.

Heyra má upptöku úr þættinum á Bylgjunni í morgun hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×