Óánægja með Ástu Ragnheiði - 5 stjórnarþingmenn vilja hana burt 23. janúar 2012 12:00 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er forseti Alþingis. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur rétt að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir láti af embætti forseta Alþingis. Hann ætlar að styðja tillögu þessa efnis sem nú er í undirbúningi. Mikil óánægja er með störf Ástu Ragnheiðar meðal þingmanna Samfylkingarinnar eftir atkvæðagreiðsluna um Landsdómsmálið á föstudag. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, ætlar að leggja fram vantrausttillögu á hendur Ástu Ragnheiði og vill að hún láti af embætti forseta Alþingis. Birgitta ætlar að safna undirskriftum meirihluta þingmanna áður en hún leggur tillöguna fram. Samkvæmt hemildum fréttastofu hafa fimm stjórnarþingmenn nú þegar ákveðið að styðja tillöguna þar á meðal Mörður Árnason flokksbróðir Ástu Ragnheiðar. Mörður sagðist í samtali við fréttastofu vera ósáttur við að Ásta hafi ekki svarað fyrirspurn hans á Alþingi um hvort saksóknaranefnd gæti fjallað um tillögu Bjarna Benediktssonar. Þetta hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla tveir þingmenn Samfylkingarinnar til viðbótar að styðja tillögu Birgittu. Mikil óánægja er innan Samfylkingarinnar með störf Ástu Ragnheiðar í tengslum við Landsdómsmálið. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar sendi frá yfirlýsingu um helgina þar sem lýst var yfir vantrausti á Ástu Ragnheiði og meðal annars gagnrýnt að hún hafi ekki leyft varamanni Sigmundar Ernis Rúnarssonar að setjast á þing. Þá hefur ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, um að flýta heimkomu sinni frá útlöndum á föstudag til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um landsdómsmálið skapað ólgu innan þingflokksins. Össur greiddi atkvæði gegn frávísunartillögu Magnúsar Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar. Fréttablaðið greinir frá því í dag að mikill hiti hafi verið þingflokksfundi eftir að atkvæðagreiðslunni lauk og þar hafi einn þingmaður lýst því yfir að hann tæki sér ótímabundið frí frá störfum þingflokkssins og að annar hafi lýst því yfir að hann væri ekki lengur bundinn af samþykktum flokksins. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson í morgun. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur rétt að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir láti af embætti forseta Alþingis. Hann ætlar að styðja tillögu þessa efnis sem nú er í undirbúningi. Mikil óánægja er með störf Ástu Ragnheiðar meðal þingmanna Samfylkingarinnar eftir atkvæðagreiðsluna um Landsdómsmálið á föstudag. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, ætlar að leggja fram vantrausttillögu á hendur Ástu Ragnheiði og vill að hún láti af embætti forseta Alþingis. Birgitta ætlar að safna undirskriftum meirihluta þingmanna áður en hún leggur tillöguna fram. Samkvæmt hemildum fréttastofu hafa fimm stjórnarþingmenn nú þegar ákveðið að styðja tillöguna þar á meðal Mörður Árnason flokksbróðir Ástu Ragnheiðar. Mörður sagðist í samtali við fréttastofu vera ósáttur við að Ásta hafi ekki svarað fyrirspurn hans á Alþingi um hvort saksóknaranefnd gæti fjallað um tillögu Bjarna Benediktssonar. Þetta hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla tveir þingmenn Samfylkingarinnar til viðbótar að styðja tillögu Birgittu. Mikil óánægja er innan Samfylkingarinnar með störf Ástu Ragnheiðar í tengslum við Landsdómsmálið. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar sendi frá yfirlýsingu um helgina þar sem lýst var yfir vantrausti á Ástu Ragnheiði og meðal annars gagnrýnt að hún hafi ekki leyft varamanni Sigmundar Ernis Rúnarssonar að setjast á þing. Þá hefur ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, um að flýta heimkomu sinni frá útlöndum á föstudag til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um landsdómsmálið skapað ólgu innan þingflokksins. Össur greiddi atkvæði gegn frávísunartillögu Magnúsar Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar. Fréttablaðið greinir frá því í dag að mikill hiti hafi verið þingflokksfundi eftir að atkvæðagreiðslunni lauk og þar hafi einn þingmaður lýst því yfir að hann tæki sér ótímabundið frí frá störfum þingflokkssins og að annar hafi lýst því yfir að hann væri ekki lengur bundinn af samþykktum flokksins. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson í morgun.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira