Halldór komst ekki í úrslit - leitar að upptöku af "Humarstökkinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 08:06 Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki í úrslit á X-leikunum en keppt var í Aspen í Colorado í nótt. Halldór varð í 5. sæti í undankeppninni sem dugði þó ekki til að komast í úrslit. Halldór keppti í grein sem nefnist „Big Air" en Akureyringurinn vann sigur í þessari sömu grein á leikunum árið 2010. Í greininni stökkva keppendur af háum palli og fá stig fyrir þau tilþrif sem þeir sýna. Kanadamaðurinn Mark McMorris bar sigur úr býtum í nótt en hann er einungis átján ára gamall. Hann náði frábæru stökki sem skilaði honum 49 af 50 mögulegum stigum. Í myndbandinu má sjá eitt af stökkum McMorris sem tryggðu honum sigur í keppninni. Norðmaðurinn Torstein Horgmo fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta stökkið sitt í lokaúrslitunum en það eru tvö bestu stökkin sem gilda. Hann fékk samanlagt 76 stig fyrir tvö bestu stökkin sín en McMorris bar sigur úr býtum með 80 stig. Myndbönd af stökkunum má sjá hér, á heimasíðu ESPN. Halldór reyndi í keppninni að ná erfiðu stökki sem hann nefnir Lobster Flip 12 en tókst ekki. Hann reyndi svo aftur tveimur mínútum eftir að keppni lauk í hans riðli og náði þá að framkvæma það fullkomnlega. Það sást hins vegar ekki í sjónvarpsútsendingunni en á Facebook-síðu hans býður hann 500 dollara handa hverjum þeim sem náði upptöku af stökkinu. Halldór er einnig í lokaúrslitum Real Snow-myndbandakeppninnar þar sem 50 þúsund dollarar (6,2 milljónir króna) eru í húfi fyrir sigurvegarann. Kosningu lýkur í dag en Halldór hefur nú fengið um 48 prósent atkvæðanna og þarf því á aðstoð Íslendinga að halda. Það er hægt að kjósa hér. Rætt er við Halldór Helgason í Fréttablaðinu í dag og smá sjá hlekki á viðtölin hér að neðan. Erlendar Tengdar fréttir Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00 Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00 Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Sjá meira
Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki í úrslit á X-leikunum en keppt var í Aspen í Colorado í nótt. Halldór varð í 5. sæti í undankeppninni sem dugði þó ekki til að komast í úrslit. Halldór keppti í grein sem nefnist „Big Air" en Akureyringurinn vann sigur í þessari sömu grein á leikunum árið 2010. Í greininni stökkva keppendur af háum palli og fá stig fyrir þau tilþrif sem þeir sýna. Kanadamaðurinn Mark McMorris bar sigur úr býtum í nótt en hann er einungis átján ára gamall. Hann náði frábæru stökki sem skilaði honum 49 af 50 mögulegum stigum. Í myndbandinu má sjá eitt af stökkum McMorris sem tryggðu honum sigur í keppninni. Norðmaðurinn Torstein Horgmo fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta stökkið sitt í lokaúrslitunum en það eru tvö bestu stökkin sem gilda. Hann fékk samanlagt 76 stig fyrir tvö bestu stökkin sín en McMorris bar sigur úr býtum með 80 stig. Myndbönd af stökkunum má sjá hér, á heimasíðu ESPN. Halldór reyndi í keppninni að ná erfiðu stökki sem hann nefnir Lobster Flip 12 en tókst ekki. Hann reyndi svo aftur tveimur mínútum eftir að keppni lauk í hans riðli og náði þá að framkvæma það fullkomnlega. Það sást hins vegar ekki í sjónvarpsútsendingunni en á Facebook-síðu hans býður hann 500 dollara handa hverjum þeim sem náði upptöku af stökkinu. Halldór er einnig í lokaúrslitum Real Snow-myndbandakeppninnar þar sem 50 þúsund dollarar (6,2 milljónir króna) eru í húfi fyrir sigurvegarann. Kosningu lýkur í dag en Halldór hefur nú fengið um 48 prósent atkvæðanna og þarf því á aðstoð Íslendinga að halda. Það er hægt að kjósa hér. Rætt er við Halldór Helgason í Fréttablaðinu í dag og smá sjá hlekki á viðtölin hér að neðan.
Erlendar Tengdar fréttir Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00 Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00 Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Sjá meira
Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00
Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00
Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01