Trylltur ökumaður boðaður í skýrslutöku - vitni búið að gefa sig fram 10. janúar 2012 11:46 Vegareiði er reyndar heimsþekkt vandamál. Athugið að þessi mynd er sviðsett. Maðurinn sem braut rúðu á bíl fatlaðs manns í Hafnarfirði á fimmtudaginn í síðustu viku, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni í Hafnarfirðinum. Þá gaf vitni sig fram við lögreglu í gær sem sá herlegheitin. Það var á fimmtudaginn sem maðurinn var að bíða við Hringtorg við N1 á Keflavíkurvegi í Hafnarfirði. Hann hringdi í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og lýsti hryllilegri reynslu sinni. Hann lýsti því hvernig ökumaður á undan honum hefði ekið undarlega. Viðmælandi Reykjavík Síðdegis, sem er fatlaður og var með litla dóttur sína í bílnum, flautaði á bílinn sem var fyrir framan hann. Ökumaðurinn brást þá hinn versti við, fór út úr bílnum, sparkaði af krafti í hurð ökumannsins og kýldi því næst í gegnum rúðuna. Glerbrotum rigndi yfir ökumanninn og dóttur hans, sem var skelfingu lostin. Maðurinn snéri svo aftur í bílinn sinn og ók af stað. Sá sem varð fyrir árásinni fylgdi honum þá á eftir og náði bílnúmerinu. Þegar ofsareiði ökumaðurinn varð hans var, snéri hann bíl sínum við, og elti ökumanninn, sem ók í ofboði heim til sín. Manninum var verulega brugðið þegar hann ræddi við útvarpsmenn Reykjavík Síðdegis í gær. Þá kvartaði hann yfir seinagangi lögreglunnar í málinu. Að sögn Ólafs G. Emilssonar, stöðvarstjóra og aðstoðaryfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, hefur ofsareiði ökumaðurinn verið boðaður í skýrslutöku. Hann segir það eðlilegan farveg slíkra mála, náist viðkomandi ekki á vettvangi. Hann segir hinn grunaða ekki góðkunningja lögreglunnar. Ökumaðurinn, sem varð fyrir árásinni, hélt því fram að sá ofsareiði hefði verið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. „Málsatvik ættu að liggja ljós fyrir," segir Ólafur sem bætir við að ef maðurinn mætir ekki í skýrslutöku verður brugðist við því með viðeigandi hætti. Málið sé annars í rannsókn og ekkert sé vitað um ástand ökumannsins. Ólafur hvetur ökumenn til þess að sýna stillingu í umferðinni, enda sérstaklega vond færð þessa dagana. Hann segist ekki hafa fengið annað eins mál á sitt borð eftir að færð fór snarversnandi í lok nóvember. Tengdar fréttir Hlustandi á Bylgjunni sagði frá fólskulegri árás í umferðinni "Hún var í bílnum og glerbrotin hrundu yfir hana, það blæddi úr mér og hún hágrét og öskraði," segir hlustandi á Bylgjunni sem hafði samband við þáttinn Reykjavík síðdegis í dag og sagði frá árás sem hann varð fyrir um hábjartan dag. 9. janúar 2012 20:52 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Maðurinn sem braut rúðu á bíl fatlaðs manns í Hafnarfirði á fimmtudaginn í síðustu viku, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni í Hafnarfirðinum. Þá gaf vitni sig fram við lögreglu í gær sem sá herlegheitin. Það var á fimmtudaginn sem maðurinn var að bíða við Hringtorg við N1 á Keflavíkurvegi í Hafnarfirði. Hann hringdi í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og lýsti hryllilegri reynslu sinni. Hann lýsti því hvernig ökumaður á undan honum hefði ekið undarlega. Viðmælandi Reykjavík Síðdegis, sem er fatlaður og var með litla dóttur sína í bílnum, flautaði á bílinn sem var fyrir framan hann. Ökumaðurinn brást þá hinn versti við, fór út úr bílnum, sparkaði af krafti í hurð ökumannsins og kýldi því næst í gegnum rúðuna. Glerbrotum rigndi yfir ökumanninn og dóttur hans, sem var skelfingu lostin. Maðurinn snéri svo aftur í bílinn sinn og ók af stað. Sá sem varð fyrir árásinni fylgdi honum þá á eftir og náði bílnúmerinu. Þegar ofsareiði ökumaðurinn varð hans var, snéri hann bíl sínum við, og elti ökumanninn, sem ók í ofboði heim til sín. Manninum var verulega brugðið þegar hann ræddi við útvarpsmenn Reykjavík Síðdegis í gær. Þá kvartaði hann yfir seinagangi lögreglunnar í málinu. Að sögn Ólafs G. Emilssonar, stöðvarstjóra og aðstoðaryfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, hefur ofsareiði ökumaðurinn verið boðaður í skýrslutöku. Hann segir það eðlilegan farveg slíkra mála, náist viðkomandi ekki á vettvangi. Hann segir hinn grunaða ekki góðkunningja lögreglunnar. Ökumaðurinn, sem varð fyrir árásinni, hélt því fram að sá ofsareiði hefði verið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. „Málsatvik ættu að liggja ljós fyrir," segir Ólafur sem bætir við að ef maðurinn mætir ekki í skýrslutöku verður brugðist við því með viðeigandi hætti. Málið sé annars í rannsókn og ekkert sé vitað um ástand ökumannsins. Ólafur hvetur ökumenn til þess að sýna stillingu í umferðinni, enda sérstaklega vond færð þessa dagana. Hann segist ekki hafa fengið annað eins mál á sitt borð eftir að færð fór snarversnandi í lok nóvember.
Tengdar fréttir Hlustandi á Bylgjunni sagði frá fólskulegri árás í umferðinni "Hún var í bílnum og glerbrotin hrundu yfir hana, það blæddi úr mér og hún hágrét og öskraði," segir hlustandi á Bylgjunni sem hafði samband við þáttinn Reykjavík síðdegis í dag og sagði frá árás sem hann varð fyrir um hábjartan dag. 9. janúar 2012 20:52 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hlustandi á Bylgjunni sagði frá fólskulegri árás í umferðinni "Hún var í bílnum og glerbrotin hrundu yfir hana, það blæddi úr mér og hún hágrét og öskraði," segir hlustandi á Bylgjunni sem hafði samband við þáttinn Reykjavík síðdegis í dag og sagði frá árás sem hann varð fyrir um hábjartan dag. 9. janúar 2012 20:52