Innlent

Íbúar á Ólafsvík beðnir um að fara sparlega með rafmagn

Rafmagn í Ólafsvík er nú framleitt með varavélum og er skammtað íbúum á svæðinu. Vinnuflokkur Landsnets er nú staddur í Staðarsveit við bilanaleit á 66 kv flutningslínunni Vegamót - Ólafsvík.

Í tilkynningu segir að erfiðlega hafi gengið að komast í spennistöðvar vegna slæms skyggnis og ófærðar. Þessar aðstæður hafa meðal annars tafið mjög fyrir því að koma rafmagni til notenda á Hellissandi sem hafa verið hvað lengst án rafmagns á svæðinu. Beint er til raforkunotenda að fara sparlega með rafmagn þannig að hægt sé að koma rafmagni til sem flestra og þannig komast hjá skömmtun á rafmagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×