Allt á fullu í snjómokstrinum í dag 11. janúar 2012 13:37 Mynd/GVA Vélheflar, stórvirkar vélskóflur, traktorar og fleiri tæki eru við snjóhreinsun í öllum hverfum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að í dag séu 65 starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum við störf og hafa þeir 41 tæki til unmráða. Fyrstu vaktir fóru á göturnar klukkan fjögur í nótt og í dag verður áfram unnið við að fjarlægja snjóhauga sem hafa safnast upp. Að sögn hefur mjög góð samvinna verið við lögreglu, slökkvilið og aðra viðbragsaðila. „Fyrstu vaktir fóru út í nótt klukkan fjögur til snjóhreinsunar og hálkuvarna gatna- og gönguleiða í samræmi við forgangsröðun í snjóhreinsun. Farið er á stofnbrautir og helstu umferðargötur eftir þörfum í dag." „Vegheflar og stórvirkar vélskóflur (payloaderar) er notaðir í húsagötum við að ná niður hryggjum en þau tæki eru það eina sem vinnur á hörðum klakanum. Í dag er unnið í Grafarholti, Efra-Breiðholti, Smáíbúðahverfi, Háaleiti, Norðurmýri, Túnum, Hlíðunum, Melum, Högum, miðbæ og Þingholtunum. Átta heflar og níu stórvirkar vélskóflur eru í notkun á vegum Reykjavíkurborgar," segir ennfremur og því bætt við að snjóhreinsun og söndun á göngustígum séu í föstu ferli sem og aðkomuleiðir að biðstöðvum strætó. Níu traktorar eru á göngustígum um alla borg. „Í gær var settur aukinn kraftur í að flytja á brott stærstu snjóhaugana sem myndast hafa við snjóhreinsun liðinna vikna og er þeirri vinnu haldið áfram í dag. Ráðist er á haugana þar sem þeir eru hæstir og mest til trafala. Í dag er unnið við flutning á snjó frá Langholtsvegi, Laugavegi, Egilsgötu og Gunnarsbraut. Eins er unnið að snjóhreinsun á stofnanalóðum. Til þessara verka eru notaðar sjö gröfur og fjórir vörubílar," segir einnig. Að lokum er þess getið að mjög góð samvinna hafi verið við lögreglu, slökkvilið og aðra viðbragsaðila. Fulltrúar Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu funda nú reglulega með lögreglu, slökkviliði og Neyðarlínunni um hreinsunarstarfið enda mikið öryggisatriði að vel sé staðið að málum. „Miðlað er til lögreglu upplýsingum um bíla sem eru fyrir og geta skapað hættu og hefur þurft að fjarlægja kyrrstæða bíla. Íbúar eru hvattir til að vera eingöngu á ferð á bílum með góðum vetrardekkjum og eins huga að því að bílar séu ekki fyrir snjóruðningstækjum sem víða komast illa að til hreinsunarstarfa. Illa staðsettir bílar hafa tafið hreinsunarstarf og dæmi eru um í nokkrum húsagötum að stjórnendur snjóruðningstækja hafi þurft frá að hverfa." Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Vélheflar, stórvirkar vélskóflur, traktorar og fleiri tæki eru við snjóhreinsun í öllum hverfum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að í dag séu 65 starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum við störf og hafa þeir 41 tæki til unmráða. Fyrstu vaktir fóru á göturnar klukkan fjögur í nótt og í dag verður áfram unnið við að fjarlægja snjóhauga sem hafa safnast upp. Að sögn hefur mjög góð samvinna verið við lögreglu, slökkvilið og aðra viðbragsaðila. „Fyrstu vaktir fóru út í nótt klukkan fjögur til snjóhreinsunar og hálkuvarna gatna- og gönguleiða í samræmi við forgangsröðun í snjóhreinsun. Farið er á stofnbrautir og helstu umferðargötur eftir þörfum í dag." „Vegheflar og stórvirkar vélskóflur (payloaderar) er notaðir í húsagötum við að ná niður hryggjum en þau tæki eru það eina sem vinnur á hörðum klakanum. Í dag er unnið í Grafarholti, Efra-Breiðholti, Smáíbúðahverfi, Háaleiti, Norðurmýri, Túnum, Hlíðunum, Melum, Högum, miðbæ og Þingholtunum. Átta heflar og níu stórvirkar vélskóflur eru í notkun á vegum Reykjavíkurborgar," segir ennfremur og því bætt við að snjóhreinsun og söndun á göngustígum séu í föstu ferli sem og aðkomuleiðir að biðstöðvum strætó. Níu traktorar eru á göngustígum um alla borg. „Í gær var settur aukinn kraftur í að flytja á brott stærstu snjóhaugana sem myndast hafa við snjóhreinsun liðinna vikna og er þeirri vinnu haldið áfram í dag. Ráðist er á haugana þar sem þeir eru hæstir og mest til trafala. Í dag er unnið við flutning á snjó frá Langholtsvegi, Laugavegi, Egilsgötu og Gunnarsbraut. Eins er unnið að snjóhreinsun á stofnanalóðum. Til þessara verka eru notaðar sjö gröfur og fjórir vörubílar," segir einnig. Að lokum er þess getið að mjög góð samvinna hafi verið við lögreglu, slökkvilið og aðra viðbragsaðila. Fulltrúar Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu funda nú reglulega með lögreglu, slökkviliði og Neyðarlínunni um hreinsunarstarfið enda mikið öryggisatriði að vel sé staðið að málum. „Miðlað er til lögreglu upplýsingum um bíla sem eru fyrir og geta skapað hættu og hefur þurft að fjarlægja kyrrstæða bíla. Íbúar eru hvattir til að vera eingöngu á ferð á bílum með góðum vetrardekkjum og eins huga að því að bílar séu ekki fyrir snjóruðningstækjum sem víða komast illa að til hreinsunarstarfa. Illa staðsettir bílar hafa tafið hreinsunarstarf og dæmi eru um í nokkrum húsagötum að stjórnendur snjóruðningstækja hafi þurft frá að hverfa."
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent