Tugmilljóna tjón þegar eldur kviknaði í spennistöð 11. janúar 2012 18:45 Tugmilljóna tjón varð á spennuvirki í Hvalfirði eftir að eldur kviknaði þar í óveðrinu í gærkvöldi. Aðstoðarforstjóri Landsnets segir þörf á að skoða yfirbyggingu yfir spennuvirkið til að verja það fyrir salti og ísingu. Þegar fréttastofu bar að garði mátti enn heyra snarkl í saltinu á rafmagnslíunum og brunalykt í loftinu. Um fjörutíu slökkviliðs- og viðgerðarmenn unnu að hreinsun í morgun en sprauta þurfti vatni yfir tengivirkið til að hreinsa saltið í burtu og sáust ljósbogar alla leið til Reykjavíkur þegar eldurinn blossaði upp. Hafið þið metið hversu mikið tjón þarna er? „Við höfum ekki metið það ennþá, við erum byrjaður að taka það saman en það er ljóst að hleypur á einhverjum tugum milljóna," segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets. Hann segir það mikið áhyggjuefni að svo stór stöð slái út, viðgerð mun taka nokkurn tíma en verið sé að skoða breytingar þar á meðal að byggja annað virki innandyra. „Í þessu tilviki var salt, krap og ís sem var sá mesti sem við höfum séð frá upphafi þessarar stöðvar, þannig það er það sem við höfum mestar áhyggjur af." Rafmagnslaust var í álverinu á Grundartanga í þrjár klukkustundir en kerin í álverinu mega einungis vera án rafmagns í þrjár til fjórar klukkustundir áður en álið fer að storkna. Járnblendiverksmiðjan var án rafmagns í hátt í tólf klukkustundir og segir forstjórinn tjón vegna framleiðslutaps hlaupa á tugum milljóna króna. Þá slógu heitavatnsdælur í Hellisheiðarvirkjun út vegna raftruflana og var enn unnið að því að koma eðlilegum þrýstingu á seinni partinn í dag. Rafmagnslaust var víða á Vesturlandi í dágóðastund og þurfti til dæmis að loka Hvalfjarðargöngum tvívegis. Umferðarljós og ljósastaurar í höfuðborginni slokknuðu og fundu borgarbúar fyrir flöktandi ljósum í heimahúsum þegar truflanir frá spennuvirkinu dundu á kerfið. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Tugmilljóna tjón varð á spennuvirki í Hvalfirði eftir að eldur kviknaði þar í óveðrinu í gærkvöldi. Aðstoðarforstjóri Landsnets segir þörf á að skoða yfirbyggingu yfir spennuvirkið til að verja það fyrir salti og ísingu. Þegar fréttastofu bar að garði mátti enn heyra snarkl í saltinu á rafmagnslíunum og brunalykt í loftinu. Um fjörutíu slökkviliðs- og viðgerðarmenn unnu að hreinsun í morgun en sprauta þurfti vatni yfir tengivirkið til að hreinsa saltið í burtu og sáust ljósbogar alla leið til Reykjavíkur þegar eldurinn blossaði upp. Hafið þið metið hversu mikið tjón þarna er? „Við höfum ekki metið það ennþá, við erum byrjaður að taka það saman en það er ljóst að hleypur á einhverjum tugum milljóna," segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets. Hann segir það mikið áhyggjuefni að svo stór stöð slái út, viðgerð mun taka nokkurn tíma en verið sé að skoða breytingar þar á meðal að byggja annað virki innandyra. „Í þessu tilviki var salt, krap og ís sem var sá mesti sem við höfum séð frá upphafi þessarar stöðvar, þannig það er það sem við höfum mestar áhyggjur af." Rafmagnslaust var í álverinu á Grundartanga í þrjár klukkustundir en kerin í álverinu mega einungis vera án rafmagns í þrjár til fjórar klukkustundir áður en álið fer að storkna. Járnblendiverksmiðjan var án rafmagns í hátt í tólf klukkustundir og segir forstjórinn tjón vegna framleiðslutaps hlaupa á tugum milljóna króna. Þá slógu heitavatnsdælur í Hellisheiðarvirkjun út vegna raftruflana og var enn unnið að því að koma eðlilegum þrýstingu á seinni partinn í dag. Rafmagnslaust var víða á Vesturlandi í dágóðastund og þurfti til dæmis að loka Hvalfjarðargöngum tvívegis. Umferðarljós og ljósastaurar í höfuðborginni slokknuðu og fundu borgarbúar fyrir flöktandi ljósum í heimahúsum þegar truflanir frá spennuvirkinu dundu á kerfið.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira