Kærðu nágranna fyrir kívíárás Erla Hlynsdóttir skrifar 18. janúar 2012 11:44 Ellen Kristjánsdóttir hefur kært nágranna sína fyrir að ógna fjórtán ára syni hennar með kíví-ávexti, sem sonur hennar er með lífshættulegt ofnæmi fyrir. Hún segir þessa ógn vera dropann sem fylli mælinn. Nágrannaerjurnar hafa staðið yfir um árabil. Ellen segir nágranna sína, hjón um sextugt, hafa gert fjölmargt á hlut fjölskyldunnar. Ellen fór ásamt syni sínum og lagði fram kæru á hendur hjónunum. „Við kærum þau fyrir kívíárás. þetta er svolítið fyndið orð, eins og það er nú alvarlegt," segir Ellen. Hún segir að mörkin liggi þarna. „Þetta er barnið mitt. Þetta er ekki í lagi. Þetta er bara bein hótun. Ég sé ekki að þetta sé neitt annað." Það var á sunnudag sem nágrannahjón fjölskyldunnar komu kívíinu fyrir á girðingarstólpanum fyrir framan húsið. Sonur Ellenar segir að sér hafi skrikað fótur í hálkunni og að litli frændi sinn hafi bjargað honum frá því að grípa í stólpann með kívíinu. Hann er með sérstakt armband þar sem fram kemur að hann er með bráðaofnæmi. „Það getur lokast á mér hálsinn og ég get bara kafnað ef ég er ekki með sprautu," segir sonurinn, Eyþór Ingi. Sigríður, dóttir Ellenar býr á neðstu hæðinni og hún segir ýmsar hótanir og skemmdarverk hafa verið unnin. „Það þarf náttúrulega tvo til að deila en við höfum svo oft rétt fram sáttarhönd." Elín, önnur dóttir Ellenar, hefur skýringu á því hvernig nágrannarnir vissu af ofnæmi bróður síns. „Vinkona mín hringdi í mig á sunnudeginum í sjokki þegar hún frétti af þessu af því þá mundi hún eftir að hún og Eyþór Ingi hefðu átt langar samræður daginn áður um bráðaofnæmið hans fyrir utan húsið. Og svo morguninn eftir sjáum ég og pabbi nágranna okkar stilla einhverju þarna uppá." Ellen er ósátt við fyrstu viðbrögð lögreglunnar. „Mér fannst þeir taka heldur fálega í þetta. Lögreglan hefur þurft að koma atvisvar út af nágrannaerjum," segir hún. Í síðasta mánuði töpuðu nágrannarnir máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að þeir neituðu að greiða fyrir sinn hluta af framkvæmdum í garði. „Systir mín hefur látið strákinn sinn þegar hann var lítill sofa hér úti í vagni þegar hann var pínulítill og þá kom konan og sagði. Ég get ekki lofað því að ég rekist ekki í vagninn og hann detti niður," segir Sigríður. Fréttastofa reyndi án árangurs að ná tali af nágrönnunum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Ellen Kristjánsdóttir hefur kært nágranna sína fyrir að ógna fjórtán ára syni hennar með kíví-ávexti, sem sonur hennar er með lífshættulegt ofnæmi fyrir. Hún segir þessa ógn vera dropann sem fylli mælinn. Nágrannaerjurnar hafa staðið yfir um árabil. Ellen segir nágranna sína, hjón um sextugt, hafa gert fjölmargt á hlut fjölskyldunnar. Ellen fór ásamt syni sínum og lagði fram kæru á hendur hjónunum. „Við kærum þau fyrir kívíárás. þetta er svolítið fyndið orð, eins og það er nú alvarlegt," segir Ellen. Hún segir að mörkin liggi þarna. „Þetta er barnið mitt. Þetta er ekki í lagi. Þetta er bara bein hótun. Ég sé ekki að þetta sé neitt annað." Það var á sunnudag sem nágrannahjón fjölskyldunnar komu kívíinu fyrir á girðingarstólpanum fyrir framan húsið. Sonur Ellenar segir að sér hafi skrikað fótur í hálkunni og að litli frændi sinn hafi bjargað honum frá því að grípa í stólpann með kívíinu. Hann er með sérstakt armband þar sem fram kemur að hann er með bráðaofnæmi. „Það getur lokast á mér hálsinn og ég get bara kafnað ef ég er ekki með sprautu," segir sonurinn, Eyþór Ingi. Sigríður, dóttir Ellenar býr á neðstu hæðinni og hún segir ýmsar hótanir og skemmdarverk hafa verið unnin. „Það þarf náttúrulega tvo til að deila en við höfum svo oft rétt fram sáttarhönd." Elín, önnur dóttir Ellenar, hefur skýringu á því hvernig nágrannarnir vissu af ofnæmi bróður síns. „Vinkona mín hringdi í mig á sunnudeginum í sjokki þegar hún frétti af þessu af því þá mundi hún eftir að hún og Eyþór Ingi hefðu átt langar samræður daginn áður um bráðaofnæmið hans fyrir utan húsið. Og svo morguninn eftir sjáum ég og pabbi nágranna okkar stilla einhverju þarna uppá." Ellen er ósátt við fyrstu viðbrögð lögreglunnar. „Mér fannst þeir taka heldur fálega í þetta. Lögreglan hefur þurft að koma atvisvar út af nágrannaerjum," segir hún. Í síðasta mánuði töpuðu nágrannarnir máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að þeir neituðu að greiða fyrir sinn hluta af framkvæmdum í garði. „Systir mín hefur látið strákinn sinn þegar hann var lítill sofa hér úti í vagni þegar hann var pínulítill og þá kom konan og sagði. Ég get ekki lofað því að ég rekist ekki í vagninn og hann detti niður," segir Sigríður. Fréttastofa reyndi án árangurs að ná tali af nágrönnunum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira