Innlent

Ætlar ekki að gefa kost á sér til biskups

Boði Logason skrifar
Þórhallur Heimisson var að spá í að bjóða sig fram til biskups en ætlar ekki að gera það að þessu sinni.
Þórhallur Heimisson var að spá í að bjóða sig fram til biskups en ætlar ekki að gera það að þessu sinni. mynd/stefán
"Ég var að spá í það en ég alveg búinn að gefa það frá mér núna," segir séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur við Hafnarfjarðarkirkju, aðspurður hvort að hann ætli að gefa kost á sér til embættis biskups. Nafn hans hefur dúkkað upp í umræðunni um hugsanlega frambjóðendur til embættisins en Karl Sigurbjörnsson, biskup, mun láta af embætti í sumar.

Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti, lýsti yfir kjör í gær en hún er fyrsti presturinn sem gefur það út að hún ætli að sækjast eftir embættinu. Þá er hún einnig önnur konan sem býður sig fram, en sú fyrsta var séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir árið 1997.

Þórhallur segist hafa hugsað mikið um það hvort hann ætti að bjóða sig fram. „Það hafa margir verið að spyrja mig en ég bara veit ekki alveg hvernig ég á að komast yfir það. Það er mikil vinna að fara í þetta framboð þar sem eru meðal annars ellefu framboðsfundir. Ég get ekki farið frá söfniðinum eins og er, það er svo mikið að gera. Ég er búinn að vera hugsa um þetta en ég hugsa að ég geymi þetta að þessu sinni," segir Þórhallur í samtali við fréttastofu nú í morgun.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær verður kosið en það verður í sumar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.