Norðmaður fékk vinning á tvo miða - fær 1,3 milljarða Boði Logason skrifar 19. janúar 2012 09:58 Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspá. mynd/stefán „Það er sami einstaklingur sem er alltaf með nokkra miða og hann vann í gær," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskra getspá, en ofurtalan kom upp í Víkingalottóinu í gær. Potturinn, sem var tæplega 4 milljarðar íslenskra króna, skiptist á sex miða og fær hver og einn því um 650 milljónir á mann. Fimm af miðunum voru keyptir í Noregi og einn í Finnlandi. En það verður að teljast ótrúleg heppni að karlmaður á þrítugsaldri frá Hörðalandi í Noregi vann tvisvar! Hann var með tvo miða og sömu raðirnar á báðum miðum. Hann fær því um 1,3 milljarða í sinn hlut, sem verður að teljast ágætis upphæð. „Það fynda við þetta er að þeir vita hver einstaklingurinn er en hann svarar ekki símanum, en þeir hafa einnig reynt að senda honum sms til að láta hann vita," segir Stefán í samtali við Vísi nú í morgun. Enginn Íslendingur fékk hluta af pottinum að þessu sinni. „Það hefði verið yndislegt fyrir þjóðarbúið og gott fyrir gjaldeyrisstöðuna að fá þennan pening. En við Íslendingar höfum verið heppnir í Víkingalottóinu og það mun bara halda áfram." Ofurtalan kom síðast upp í maí á síðasta ári og því var potturinn orðinn verulega stór, eða um 4 milljarðar eins og áður sagði. Stefán segir að það hafi verið kominn tími á að potturinn færi út. „Þeir búast við því að talan komi upp 6 til 8 sinnum á ári þannig þetta er mjög sérstakt. En það er ánægjulegt að þetta hafi farið út og vonandi veitir þetta þessu fólki góða gleði," segir hann lokum. Við Íslendingar getum þó huggað okkur við það að tveir spilarar hér á landi voru með 2. vinning, eða með fimm tölur réttar af sex. Og fá þeir því 1,6 milljónir í sinn hlut - ekki er þó vitað hvort að miðarnir tveir séu í eigu sama spilarans. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
„Það er sami einstaklingur sem er alltaf með nokkra miða og hann vann í gær," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskra getspá, en ofurtalan kom upp í Víkingalottóinu í gær. Potturinn, sem var tæplega 4 milljarðar íslenskra króna, skiptist á sex miða og fær hver og einn því um 650 milljónir á mann. Fimm af miðunum voru keyptir í Noregi og einn í Finnlandi. En það verður að teljast ótrúleg heppni að karlmaður á þrítugsaldri frá Hörðalandi í Noregi vann tvisvar! Hann var með tvo miða og sömu raðirnar á báðum miðum. Hann fær því um 1,3 milljarða í sinn hlut, sem verður að teljast ágætis upphæð. „Það fynda við þetta er að þeir vita hver einstaklingurinn er en hann svarar ekki símanum, en þeir hafa einnig reynt að senda honum sms til að láta hann vita," segir Stefán í samtali við Vísi nú í morgun. Enginn Íslendingur fékk hluta af pottinum að þessu sinni. „Það hefði verið yndislegt fyrir þjóðarbúið og gott fyrir gjaldeyrisstöðuna að fá þennan pening. En við Íslendingar höfum verið heppnir í Víkingalottóinu og það mun bara halda áfram." Ofurtalan kom síðast upp í maí á síðasta ári og því var potturinn orðinn verulega stór, eða um 4 milljarðar eins og áður sagði. Stefán segir að það hafi verið kominn tími á að potturinn færi út. „Þeir búast við því að talan komi upp 6 til 8 sinnum á ári þannig þetta er mjög sérstakt. En það er ánægjulegt að þetta hafi farið út og vonandi veitir þetta þessu fólki góða gleði," segir hann lokum. Við Íslendingar getum þó huggað okkur við það að tveir spilarar hér á landi voru með 2. vinning, eða með fimm tölur réttar af sex. Og fá þeir því 1,6 milljónir í sinn hlut - ekki er þó vitað hvort að miðarnir tveir séu í eigu sama spilarans.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira