Norðmaður fékk vinning á tvo miða - fær 1,3 milljarða Boði Logason skrifar 19. janúar 2012 09:58 Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspá. mynd/stefán „Það er sami einstaklingur sem er alltaf með nokkra miða og hann vann í gær," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskra getspá, en ofurtalan kom upp í Víkingalottóinu í gær. Potturinn, sem var tæplega 4 milljarðar íslenskra króna, skiptist á sex miða og fær hver og einn því um 650 milljónir á mann. Fimm af miðunum voru keyptir í Noregi og einn í Finnlandi. En það verður að teljast ótrúleg heppni að karlmaður á þrítugsaldri frá Hörðalandi í Noregi vann tvisvar! Hann var með tvo miða og sömu raðirnar á báðum miðum. Hann fær því um 1,3 milljarða í sinn hlut, sem verður að teljast ágætis upphæð. „Það fynda við þetta er að þeir vita hver einstaklingurinn er en hann svarar ekki símanum, en þeir hafa einnig reynt að senda honum sms til að láta hann vita," segir Stefán í samtali við Vísi nú í morgun. Enginn Íslendingur fékk hluta af pottinum að þessu sinni. „Það hefði verið yndislegt fyrir þjóðarbúið og gott fyrir gjaldeyrisstöðuna að fá þennan pening. En við Íslendingar höfum verið heppnir í Víkingalottóinu og það mun bara halda áfram." Ofurtalan kom síðast upp í maí á síðasta ári og því var potturinn orðinn verulega stór, eða um 4 milljarðar eins og áður sagði. Stefán segir að það hafi verið kominn tími á að potturinn færi út. „Þeir búast við því að talan komi upp 6 til 8 sinnum á ári þannig þetta er mjög sérstakt. En það er ánægjulegt að þetta hafi farið út og vonandi veitir þetta þessu fólki góða gleði," segir hann lokum. Við Íslendingar getum þó huggað okkur við það að tveir spilarar hér á landi voru með 2. vinning, eða með fimm tölur réttar af sex. Og fá þeir því 1,6 milljónir í sinn hlut - ekki er þó vitað hvort að miðarnir tveir séu í eigu sama spilarans. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Það er sami einstaklingur sem er alltaf með nokkra miða og hann vann í gær," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskra getspá, en ofurtalan kom upp í Víkingalottóinu í gær. Potturinn, sem var tæplega 4 milljarðar íslenskra króna, skiptist á sex miða og fær hver og einn því um 650 milljónir á mann. Fimm af miðunum voru keyptir í Noregi og einn í Finnlandi. En það verður að teljast ótrúleg heppni að karlmaður á þrítugsaldri frá Hörðalandi í Noregi vann tvisvar! Hann var með tvo miða og sömu raðirnar á báðum miðum. Hann fær því um 1,3 milljarða í sinn hlut, sem verður að teljast ágætis upphæð. „Það fynda við þetta er að þeir vita hver einstaklingurinn er en hann svarar ekki símanum, en þeir hafa einnig reynt að senda honum sms til að láta hann vita," segir Stefán í samtali við Vísi nú í morgun. Enginn Íslendingur fékk hluta af pottinum að þessu sinni. „Það hefði verið yndislegt fyrir þjóðarbúið og gott fyrir gjaldeyrisstöðuna að fá þennan pening. En við Íslendingar höfum verið heppnir í Víkingalottóinu og það mun bara halda áfram." Ofurtalan kom síðast upp í maí á síðasta ári og því var potturinn orðinn verulega stór, eða um 4 milljarðar eins og áður sagði. Stefán segir að það hafi verið kominn tími á að potturinn færi út. „Þeir búast við því að talan komi upp 6 til 8 sinnum á ári þannig þetta er mjög sérstakt. En það er ánægjulegt að þetta hafi farið út og vonandi veitir þetta þessu fólki góða gleði," segir hann lokum. Við Íslendingar getum þó huggað okkur við það að tveir spilarar hér á landi voru með 2. vinning, eða með fimm tölur réttar af sex. Og fá þeir því 1,6 milljónir í sinn hlut - ekki er þó vitað hvort að miðarnir tveir séu í eigu sama spilarans.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira