Innlent

Vígslubiskup gefur kost á sér í biskupsembættið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristján Valur Ingólfsson gefur kost á sér í embætti biskups Íslands.
Kristján Valur Ingólfsson gefur kost á sér í embætti biskups Íslands.
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskups Íslands. Hann staðfesti þetta í samtali við Vísi. Kristján segist hafa fengið margar áskoranir um að gefa kost á sér eftir að hann var kjörinn vígslubiskup á síðasta ári.Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafarholti, tilkynnti í gær að hún gæfi kost á sér í biskupsembættið.Nýr biskup verður vígður seinni partinn í júní.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.