Innlent

Vígslubiskup gefur kost á sér í biskupsembættið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristján Valur Ingólfsson gefur kost á sér í embætti biskups Íslands.
Kristján Valur Ingólfsson gefur kost á sér í embætti biskups Íslands.
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskups Íslands. Hann staðfesti þetta í samtali við Vísi. Kristján segist hafa fengið margar áskoranir um að gefa kost á sér eftir að hann var kjörinn vígslubiskup á síðasta ári.

Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafarholti, tilkynnti í gær að hún gæfi kost á sér í biskupsembættið.

Nýr biskup verður vígður seinni partinn í júní.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.