Innlent

Bubbi hættur á Facebook

Boði Logason skrifar
Bubbi Morthens er hættur á Facebook.
Bubbi Morthens er hættur á Facebook. mynd úr safni
„Ég nenni þessu ekki, ég hef allt annað við tímann að gera," segir Bubbi Morthens, tónlistarmaður, sem hætti á samskiptasíðunni Facebook á dögunum. Bubbi var vinsæll á síðunni og átti fleiri þúsund vini en nú segir hann að þetta sé komið gott.

„Það var endalaust verið að gera fréttir úr því sem ég var að segja. Ég hugsaði bara að ég nennti ekki endalaust að vera frétt í blöðunum út af einhverju sem ég sagði á Facebook og þurfa svo að standa í því að verja mig fyrir það sem ég sagði," segir Bubbi, sem segist vera orðinn þreyttur á því að vera mest lesna fréttin á netmiðlum dag eftir dag.

„Ég hef aldrei litið á Facebook sem gullæð fyrir fjölmiðla. Ég hef litið á það sem tjáningarmáta fyrir mig, fólk í kringum mig og vinahópinn," segir hann en vinir hans á Facebook voru á fjórða þúsund, að hans sögn. „Ég náttúrlega fór út af Facebook í ár og henti þá út meirihlutanum," segir hann.

Hann segist halda áfram að skrifa pistla á bloggsíðu sína en kveður Facebook að sinni. Þegar blaðamaður náði á Bubba var hann að taka upp plötu sem mun heita Þorpið. „Þetta er svona þjóðlagaplata, þar sem ég sæki í ræturnar á sjáfum mér," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×