Innlent

Jólasveinarnir kvaddir á Selfossi

Það var mikið um að vera á Selfossi í kvöld.
Það var mikið um að vera á Selfossi í kvöld. mynd/ jóhann k. jóhannsson
Mikill mannfjöldi kom saman á Selfossi til þess að kveðja jólasveinana og aðrar vættir sem þar söfnuðust saman. Íbúar á Selfossi fóru í kyndilgöngu í fylgd jólasveina frá Tryggvaskála og brennustæði við tjaldsvæði Árborgar þar sem kveikt var í bálkesti. Björgunarsveitin Árborg og Ungmennafélagið Selfoss sáu svo um glæsilega flugeldasýningu. Við bálköstinn mættu svo, auk jólasveinanna, álfar og tröll að ógleymdum Grýlu og Lepplúða.

Í meðfylgjandi myndasafni eru myndir sem Jóhann K. Jóhannsson tók á Selfossi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×