Innlent

Stolið úr slökkviliðsbíl

Slökkviliðsbíll
Slökkviliðsbíll Mynd/Stefán Karlsson
Búnaði var stolið úr dælubíl slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem var í útkalli um hálf þrjú leytið í nótt. Þjófarnir fóru inn í skáp á bílnum þegar hann stóð í Bankastræti og höfðu þaðan tæki og tól.

Þó búnaðurinn hafi í sjálfu sér ekki verið dýr er það litið alvarlegum augum þegar stolið er úr slökkviliðsbílum. „Þessi búnaður er auðvitað ætlaður til að bjarga mannslífum og verðmætum og við treystum á að hann sé á sínum stað," segir slökkviliðsmaður á vakt.

Búnaðurinn hefur þegar skilað sér og málinu lokið af hálfu slökkviliðsins.

Þar fyrir utan var nokkur erill í sjúkraflutningum. 35 manns voru fluttir á slysavarðstofu eftir að hafa slasað sig í hálkunni eða af skemmtanahaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×