Innlent

Mannlaus bíll olli tjóni í hálkunni

Lögregla hefur í dag haft í nógu að snúast vegna hálkunnar. Mikið hefur verið tilkynnt um slæmar bifeiðastöður í miðbæ Reykjavíkur. Það er að mestu vegna slæmrar færðar að ökumenn neyðast til að leggja bifreiðum á óheppilegum stöðum.

Þá hefur og lögregla þurft að aðstoða ökumenn sem hafa komið sér í sjálfheldu og komist hvorki afturábak né áfram vegna hálku og bifreiða sem voru kyrrstæðar og mannlausar.

Uppúr klukkan eitt í dag var tilkynnt um að mannlaus bifreið á Langholtsvegi hafi runnið til á svelli og á aðra mannlausa bifreið. Skýrsla gerð um málið, er á forræði lögreglustöðvar númer eitt í Austurbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×