Innlent

Fyrri ferð á mánudaginn fellur niður

Fyrri ferð Herjólfs mánudaginn 9. janúar fellur niður vegna öldu- og veðurspá.

Gert er ráð fyrir 7-10m ölduhæð og 16-20 m vindhraða. Farþegar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481-2800 til að breyta pöntunum sínum.

Aðeins betra útlit er með síðari ferð Herjólfs (frá Eyjum 15.30 og Þorlákshöfn 19:15). Ákvörðun um hvort hún verður farin verður tekinn klukkan ellefu á morgun.

Samkvæmt veður- og ölduspá er útlitið mun verra aftur á þriðjudag. Ákvörðun verður hins vegar ekki tekin fyrr en síðar um hvort siglt verður eða ekki. Eimskip mun tilkynna um ákvörðunina með góðum fyrirvara.

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi. Nánari uppýsingar má og nálgast í síma 481-2800.

Eimskip vill góðfúslega benda farþegum sínum á að nú er hálka á vegum, hvort sem um er að ræða akstur um Suðurlandsundirlendið og Hellisheiði eða Þrengslin. Þess vegna eru farþegar hvattir til að gefa sér góðan tíma í akstur til og frá viðkomustöðum Herjólfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×