Gæti þurft að endurskoða allt verkefnið 8. janúar 2012 18:58 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis segir að ef niðurstöður óháðrar skýrslu um arðsemi Vaðlaheiðarganga reynist réttar hafi verið farið fram á fölskum forsendum við framkvæmdirnar. Verkfræðingurinn Pálmi Kristinsson vann skýrsluna. Í henni er lagt mat á hvort veggjöld geti staðið undir öllum kostnaði við gerð og rekstur ganganna, en innanríkisráðherra hefur gert stjórn Vaðlaheiðarganga ljóst að ekki yrði farið í framkvæmdina nema hafið væri yfir vafa að hún yrði sjálfbær. Í skýrslunni eru gerðar margívslegar athugasemdir við meinta arðsemi framkvæmdarinnar, en þar er sagt ljóst að verkefnið standi ekki undir þeim skilyrðum sem Alþingi hefur sett sem forsendu fyrir veitingu ríkisábyrgðar á lánum vegna framkvæmdarinnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður samgöngunefndar Alþingis, telur skýrsluna yfirgripsmikla og vandaða, og hyggst boða Pálma á fund nefndarinnar, en er ómyrk í máli um þýðingu niðurstaðna skýrslunnar. „Þetta þýðir að þau fyrirheit sem voru gefin, og þær forsendur sem voru lagðar fram - ef þetta er rétt - þá þýðir það að þessar forsendur voru falskar. Þá þarf að sjálfsögðu að endurskoða allt verkefnið," segir Guðfríður Lilja. Er þinginu stætt á að samþykkja ríkisábyrgð á framkvæmdum þegar ekki er hafið yfir vafa að arðsemin dugi fyrir kostnaðinum? „Nei, ríkinu er ekki stætt á því, og þess vegna vildum við að það færi fram sjálfstæð og óháð úttekt til þess að allar staðreyndir væru uppi á borðum. Þannig gætu allir, bæði þingmenn og ráðherrar, tekið af alvöru upplýsta ákvörðun. Ef fólk vill fara í Vaðlaheiðargöng og kosta til þess hundruðum milljóna eða milljörðum, þá á að segja það beint - að ríkið borgi það. Það á ekki að láta í veðri vaka að þetta sé alfarið einkaframkvæmd sem annar mun borga þegar í reyndinni mun skattfé almennings greiða fyrir framkvæmdina." Í skýrslunni er jafnframt vakin athygli á framgöngu Steingríms J. Sigfússonar og Kristjáns Möller, en þeir eru þingmenn kjördæmis gangnanna og hafa þrýst á um framkvæmdina. Svo spurt sé hreint út; lítur það ekki út eins og kjördæmapot? „Ég ætla ekki að dæma um það. Það eina sem skiptir máli í þessum efnum er að allar staðreyndir séu uppi á borðum og vönduð vinnubrögð liggi að baki margra milljarða króna verkefnum á vegum ríkisins þegar verið er að skera harkalega niður í bæði velferðar- og heilbrigðisþjónustunni. Þá er ekki sjálfsagt að vaða áfram í risaverkefni ef ekki liggja fyrir allar staðreyndir og ekki er gulltryggt að ekki sé verið að byggja á fölskum forsendum," segir Guðfríður að lokum. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis segir að ef niðurstöður óháðrar skýrslu um arðsemi Vaðlaheiðarganga reynist réttar hafi verið farið fram á fölskum forsendum við framkvæmdirnar. Verkfræðingurinn Pálmi Kristinsson vann skýrsluna. Í henni er lagt mat á hvort veggjöld geti staðið undir öllum kostnaði við gerð og rekstur ganganna, en innanríkisráðherra hefur gert stjórn Vaðlaheiðarganga ljóst að ekki yrði farið í framkvæmdina nema hafið væri yfir vafa að hún yrði sjálfbær. Í skýrslunni eru gerðar margívslegar athugasemdir við meinta arðsemi framkvæmdarinnar, en þar er sagt ljóst að verkefnið standi ekki undir þeim skilyrðum sem Alþingi hefur sett sem forsendu fyrir veitingu ríkisábyrgðar á lánum vegna framkvæmdarinnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður samgöngunefndar Alþingis, telur skýrsluna yfirgripsmikla og vandaða, og hyggst boða Pálma á fund nefndarinnar, en er ómyrk í máli um þýðingu niðurstaðna skýrslunnar. „Þetta þýðir að þau fyrirheit sem voru gefin, og þær forsendur sem voru lagðar fram - ef þetta er rétt - þá þýðir það að þessar forsendur voru falskar. Þá þarf að sjálfsögðu að endurskoða allt verkefnið," segir Guðfríður Lilja. Er þinginu stætt á að samþykkja ríkisábyrgð á framkvæmdum þegar ekki er hafið yfir vafa að arðsemin dugi fyrir kostnaðinum? „Nei, ríkinu er ekki stætt á því, og þess vegna vildum við að það færi fram sjálfstæð og óháð úttekt til þess að allar staðreyndir væru uppi á borðum. Þannig gætu allir, bæði þingmenn og ráðherrar, tekið af alvöru upplýsta ákvörðun. Ef fólk vill fara í Vaðlaheiðargöng og kosta til þess hundruðum milljóna eða milljörðum, þá á að segja það beint - að ríkið borgi það. Það á ekki að láta í veðri vaka að þetta sé alfarið einkaframkvæmd sem annar mun borga þegar í reyndinni mun skattfé almennings greiða fyrir framkvæmdina." Í skýrslunni er jafnframt vakin athygli á framgöngu Steingríms J. Sigfússonar og Kristjáns Möller, en þeir eru þingmenn kjördæmis gangnanna og hafa þrýst á um framkvæmdina. Svo spurt sé hreint út; lítur það ekki út eins og kjördæmapot? „Ég ætla ekki að dæma um það. Það eina sem skiptir máli í þessum efnum er að allar staðreyndir séu uppi á borðum og vönduð vinnubrögð liggi að baki margra milljarða króna verkefnum á vegum ríkisins þegar verið er að skera harkalega niður í bæði velferðar- og heilbrigðisþjónustunni. Þá er ekki sjálfsagt að vaða áfram í risaverkefni ef ekki liggja fyrir allar staðreyndir og ekki er gulltryggt að ekki sé verið að byggja á fölskum forsendum," segir Guðfríður að lokum.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira