Kindle-rafbókin leysir skólabókina af hólmi 8. janúar 2012 21:30 Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. „Það sem við erum aðallega að gera er bara að kanna hvort þetta sé fýsilegur kostur í skólastarfi. Hvort þetta geti komið í staðinn fyrir kennslubækur. Það á raunverulega eftir að athuga það líka," segir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri skólavefsins. Hann telur að rafbækur í einhverju formi verði ofan á á endanum. „Það er ekki spurning." Kindle varð fyrir valinu í tilraunaverkefnið þar sem tækið er einfalt, og eingöngu er hægt að nota það til aflestrar. Það er ekki ókeypis að kaupa Kindle tölvur fyrir heilan árgang, eitt stykki kostar um 20 þúsund krónur komin til landsins, en forsvarsmenn Skólavefsins telja öruggt að í því felist sparnaður til lengri tíma litið. Og svo hefur rafbókarvæðingin aðra kosti. „Hér erum við með fimm bækur og eitt lesbretti," segir Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri kennsluvefsins og ber þannig saman feikilegan bókastafla og eina örþunna kindle-tölvu. „Svo þú getur ímyndað þér að vera með 20 bækur og eitt bretti, eða 40 bækur og eitt bretti." Þá henti tækið nýrri kynslóð hugsanlega betur en gömlu bækurnar, og getur þannig hvatt til lesturs og jafnvel hjálpað börnum með námsörðugleika. „Bækur geta verið svolítið ógnvekjandi og erfiðar. Og þú getur ekkert breytt bókunum. Þú getur ekkert stækkað letrið þar. En þú getur gert allt með þessu," segir Ingólfur. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. „Það sem við erum aðallega að gera er bara að kanna hvort þetta sé fýsilegur kostur í skólastarfi. Hvort þetta geti komið í staðinn fyrir kennslubækur. Það á raunverulega eftir að athuga það líka," segir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri skólavefsins. Hann telur að rafbækur í einhverju formi verði ofan á á endanum. „Það er ekki spurning." Kindle varð fyrir valinu í tilraunaverkefnið þar sem tækið er einfalt, og eingöngu er hægt að nota það til aflestrar. Það er ekki ókeypis að kaupa Kindle tölvur fyrir heilan árgang, eitt stykki kostar um 20 þúsund krónur komin til landsins, en forsvarsmenn Skólavefsins telja öruggt að í því felist sparnaður til lengri tíma litið. Og svo hefur rafbókarvæðingin aðra kosti. „Hér erum við með fimm bækur og eitt lesbretti," segir Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri kennsluvefsins og ber þannig saman feikilegan bókastafla og eina örþunna kindle-tölvu. „Svo þú getur ímyndað þér að vera með 20 bækur og eitt bretti, eða 40 bækur og eitt bretti." Þá henti tækið nýrri kynslóð hugsanlega betur en gömlu bækurnar, og getur þannig hvatt til lesturs og jafnvel hjálpað börnum með námsörðugleika. „Bækur geta verið svolítið ógnvekjandi og erfiðar. Og þú getur ekkert breytt bókunum. Þú getur ekkert stækkað letrið þar. En þú getur gert allt með þessu," segir Ingólfur.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira