Sport

Giants valtaði yfir Falcons | Mæta Packers um næstu helgi

Leikmenn Giants fagna í kvöld.
Leikmenn Giants fagna í kvöld.
NY Giants varð í kvöld þriðja liðið til þess að tryggja sig áfram í úrslitakeppni NFL er liðið vann afar sannfærandi heimasigur á Atlanta Falcons, 24-2.

Sóknarleikur Falcons var út á túni eins og tölurnar gefa til kynna og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Eli Manning og félaga.

Þeir mæta Green Bay Packers um næstu helgi.

Einn leikur er eftir í úrslitakeppninni þessa helgina en klukkan 21.30 tekur Denver Broncos á móti Pittsburgh Steelers. Þar tekur Tim Tebow á móti Ben Roethlisberger.

Leikurinn er í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×