Innlent

Loðnuveiði fer vel af stað

Veiðar.
Veiðar.
Loðnuveiðin fór vel af stað á nýju ári og kom Lundey NS með fyrsta afla ársins, alls rúmlega 900 tonn, til Vopnafjarðar sl. fimmtudag samkvæmt fréttavef HB Granda.

Í kjölfarið fylgdu Faxi RE og Ingunn AK með samtals um 2.500 tonna afla og nú er verið að landa um 1.100 tonna afla Lundeyjar úr annarri veiðiferð ársins.

Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, er veiðisvæðið nú um 100 sjómílur A-NA af Vopnafirði.

Faxi er nú á landleið með um 800 tonn af loðnu og er skipið væntanlegt til Vopnafjarðar síðdegis. Ingunn er að veiðum Leiðindaveður hefur verið á miðunum frá því seinni partinn í gær og eru veðurhorfur ekki góðar fyrir næstu tvo sólarhringana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×