Innlent

Pólskur saksóknari skaut sig í hausinn á blaðamannafundi

Pólskur saksóknari reyndi að svipta sig lífi eftir að hafa boðað til blaðamannafundar í tengslum við rannsókn á flugslysi sem grandaði forseta landsins árið 2010.

Eftir að hafa talað við fjölmiðla í stutta stund bað Mikolaj Przybyl um að fá að gera stutt hlé á fundinum. Hann skipaði blaðamönnum að yfirgefa herbergið, myndbandsupptökuvélarnar voru þó enn í gangi.

Przybyl hvarf úr mynd og stuttu seinna heyrist í honum hlaða byssu. Skothvellur fylgir og brátt fyllist herbergið af fólki. Bráðaliðar komu Przybyl til hjálpar en hann lá í blóðpolli á gólfinu.

Samkvæmt yfirvöldum í Póllandi er Przybyl ekki í lífshættu og hefur Bronislaw Komorowski, forseti landsins, lýst yfir áhyggjum sínum vegna atviksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×