Innlent

Vilja minningardag um þá sem látist hafa í umferðinni

Starfshópur sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði fyrir ári í verkefni er snúa að áratug umferðaröryggis 2011 til 2020 hefur skilað ráðherra áfangaskýrslu.

Í skýrslunni er meðal annars lagt til að skráningu umferðarslysa verði breytt á þann veg að komið verði á fót gagnagrunni með heildarskrá umferðarslysa með öllum upplýsingum um slysin.

Þá vill hópurinn sem að skýrslunni stóð gera þriðja sunnudag í nóvember að árlegum minningardegi um þá sem látist hafa af völdum umferðarslysa. Þá segir ennfremur á heimasíðu innanríkisráðuneytisins að lagt sé til að vörugjöld af öryggis- og hlífðarbúnaði sem notaður er í umferðinni verði felld niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×