Sakfelling kom ekki á óvart Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 10:58 Andri Árnason undirbýr málflutning sinn fyrir Landsdómi. mynd/ gva. Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar en tveimur liðum hennar hafði verið vísað frá dómi áður en aðalmeðferð hófst. Andri segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að það yrði sýknað í liðum 1.3 - 1.5, en þeir liðir sneru að samráðshópi um fjármálastöðugleika, stærð bankakerfisins og Icesave reikningana. Sakfellt var í ákærulið 2, en Andri segist efast um að menn hefðu ákært fyrir það eitt og sér. „Ég dreg það mjög í efa að menn hefðu lagt af stað með það mál," segir Andri og bætir við að þessi skylda til að halda ráðherrafundi sé ekki byggð á traustum lagagrundvelli. Þá segir hann jafnframt að þessi niðurstaða brjóti gegn því grunnsjónarmiði stjórnskipunarinnar að hver ráðherra beri algjörlega ábyrgð á sínum verkefnum. „Ríkisstjórnarfundir eiga ekki að hafa sérstakt lögfræðilegt vægi þótt þeir séu mikilvægir í pólitískum tilgangi," segir Andri. Landsdómur geri, nokkuð óvænt, mjög mikið úr vægi ríkisstjórnarfunda.Ekki hægt að gera áætlun um viðbrögð við bankahruni Andri segir að óljóst sé af lögskýringargögnum hvaða skylda felist í 17. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. A.m.k. sé ljóst að formbrot eitt og sér hefði tæplega getað leitt til áfellis. „Þess vegna fer meirihlutinn líklega í þann snúning að segja að þetta sé ekki bara formbrot heldur hafi haft efnislega þýðingu," segir Andri. Þar með lendi Landsdómur í því að þurfa að kveða á um í dómnum að það hefði átt að marka pólitíska stefnu innan ríkisstjórnarinnar um það hvernig ætti að bregðast við bankahruni fyrirfram. Vandinn er hins vegar sá að áföll á fjármálamarkaði eru svo sérstök að það er ekki hægt að kortleggja þau með þeim hætti. Þetta eigi við bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Enda standi ekkert í dómnum um það út á hvað hin pólitíska stefna hefði átt að ganga. „Fyrir utanaðkomandi aðila kann það að hljóma eins og vanræksla að gera ekki bara áætlun um hvernig bregðast skuli við bankahruni, og leysa vandamálið þannig, en þetta er því miður ekki svo einfalt. Þú verður eiginlega bara að bíða og mæta vandamálinu þegar það kemur," segir Andri og bætir því við að þetta hafi menn upplifað um allan heim.Óljóst hvort það þjóni tilgangi að leita til Mannréttindadómstólsins Andri segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort málið gegn Geir fari alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Margt í undirbúningi málsins og málsmeðferðinni hafi verið óvenjulegt og gagnrýnivert. Það er hins vegar spurning hvaða þýðingu það myndi hafa að vísa málinu þangað. Það verði að skoða nánar", segir Andri, sem bætir því við að þetta sé væntanlega og vonandi fyrsta og eina málið sem fer fyrir Landsdóm. Landsdómur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar en tveimur liðum hennar hafði verið vísað frá dómi áður en aðalmeðferð hófst. Andri segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að það yrði sýknað í liðum 1.3 - 1.5, en þeir liðir sneru að samráðshópi um fjármálastöðugleika, stærð bankakerfisins og Icesave reikningana. Sakfellt var í ákærulið 2, en Andri segist efast um að menn hefðu ákært fyrir það eitt og sér. „Ég dreg það mjög í efa að menn hefðu lagt af stað með það mál," segir Andri og bætir við að þessi skylda til að halda ráðherrafundi sé ekki byggð á traustum lagagrundvelli. Þá segir hann jafnframt að þessi niðurstaða brjóti gegn því grunnsjónarmiði stjórnskipunarinnar að hver ráðherra beri algjörlega ábyrgð á sínum verkefnum. „Ríkisstjórnarfundir eiga ekki að hafa sérstakt lögfræðilegt vægi þótt þeir séu mikilvægir í pólitískum tilgangi," segir Andri. Landsdómur geri, nokkuð óvænt, mjög mikið úr vægi ríkisstjórnarfunda.Ekki hægt að gera áætlun um viðbrögð við bankahruni Andri segir að óljóst sé af lögskýringargögnum hvaða skylda felist í 17. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. A.m.k. sé ljóst að formbrot eitt og sér hefði tæplega getað leitt til áfellis. „Þess vegna fer meirihlutinn líklega í þann snúning að segja að þetta sé ekki bara formbrot heldur hafi haft efnislega þýðingu," segir Andri. Þar með lendi Landsdómur í því að þurfa að kveða á um í dómnum að það hefði átt að marka pólitíska stefnu innan ríkisstjórnarinnar um það hvernig ætti að bregðast við bankahruni fyrirfram. Vandinn er hins vegar sá að áföll á fjármálamarkaði eru svo sérstök að það er ekki hægt að kortleggja þau með þeim hætti. Þetta eigi við bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Enda standi ekkert í dómnum um það út á hvað hin pólitíska stefna hefði átt að ganga. „Fyrir utanaðkomandi aðila kann það að hljóma eins og vanræksla að gera ekki bara áætlun um hvernig bregðast skuli við bankahruni, og leysa vandamálið þannig, en þetta er því miður ekki svo einfalt. Þú verður eiginlega bara að bíða og mæta vandamálinu þegar það kemur," segir Andri og bætir því við að þetta hafi menn upplifað um allan heim.Óljóst hvort það þjóni tilgangi að leita til Mannréttindadómstólsins Andri segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort málið gegn Geir fari alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Margt í undirbúningi málsins og málsmeðferðinni hafi verið óvenjulegt og gagnrýnivert. Það er hins vegar spurning hvaða þýðingu það myndi hafa að vísa málinu þangað. Það verði að skoða nánar", segir Andri, sem bætir því við að þetta sé væntanlega og vonandi fyrsta og eina málið sem fer fyrir Landsdóm.
Landsdómur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira