Sá örn klófesta fýl Hugrún Halldórsdóttir skrifar 24. apríl 2012 20:00 Spurningar hafa vaknað um hvort að hafernir hafi gert sér hreiður í Esjunni, borgarfjalli Reykvíkinga, eftir að mynd náðist af tignarlegum erni þar á flugi fyrir skömmu. Emil Valgeirsson gekk á Kerhólakamb Esjunnar sumardaginn fyrsta og þar sem hann stóð á bjargbrún á Kambshorni kom hann auga á tvo fullvaxta haferni á flugi. „Og þegar ég er að horfa ofan í gilin og er að mynda þá sé ég bara allt í einu örn ofan í gilinu og með eitthvað í klónum," segir Emil þegar hann lýsir reynslu sinni. Örninn hafði klófest fýl, sem er ein aðalfæða tegundarinnar. Emil missti fljótlega sjónar á fuglinum en sýndist hann fara inn að klettunum og sá ekki betur en þar væri varp í gangi. Þetta er stórfrétt ef rétt reynist því ekki er vitað til að ernir hafi orpið á þessu svæði frá því í byrjun síðustu aldar. Þetta hefur komið þér á óvart? „Já, af því að ég veit ekki til þess að ernir hafi verið á Esjunni, allavega ekki sunnanmegin," svarar Emil. „Ég hef nú séð örn norðanmegin í Esjunni, hvalfjarðarmegin. Það eru nokkur ár síðan," bætir Emil við. Náttúrufræðistofnun Íslands áætlar að fljúga um arnaslóðir fljótlega til að kanna stöðu varpsins og þá verður úr því skorið hvort að þessi tignarlega fugl sé búinn að gera sig heimakominn í borgarfjallinu góða. „Kannski eru þeir komnir til að vera ef þeir eru búnir að verpa hérna, við skulum bara sjá til hvað verður úr þessu," segir Emil að lokum. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Spurningar hafa vaknað um hvort að hafernir hafi gert sér hreiður í Esjunni, borgarfjalli Reykvíkinga, eftir að mynd náðist af tignarlegum erni þar á flugi fyrir skömmu. Emil Valgeirsson gekk á Kerhólakamb Esjunnar sumardaginn fyrsta og þar sem hann stóð á bjargbrún á Kambshorni kom hann auga á tvo fullvaxta haferni á flugi. „Og þegar ég er að horfa ofan í gilin og er að mynda þá sé ég bara allt í einu örn ofan í gilinu og með eitthvað í klónum," segir Emil þegar hann lýsir reynslu sinni. Örninn hafði klófest fýl, sem er ein aðalfæða tegundarinnar. Emil missti fljótlega sjónar á fuglinum en sýndist hann fara inn að klettunum og sá ekki betur en þar væri varp í gangi. Þetta er stórfrétt ef rétt reynist því ekki er vitað til að ernir hafi orpið á þessu svæði frá því í byrjun síðustu aldar. Þetta hefur komið þér á óvart? „Já, af því að ég veit ekki til þess að ernir hafi verið á Esjunni, allavega ekki sunnanmegin," svarar Emil. „Ég hef nú séð örn norðanmegin í Esjunni, hvalfjarðarmegin. Það eru nokkur ár síðan," bætir Emil við. Náttúrufræðistofnun Íslands áætlar að fljúga um arnaslóðir fljótlega til að kanna stöðu varpsins og þá verður úr því skorið hvort að þessi tignarlega fugl sé búinn að gera sig heimakominn í borgarfjallinu góða. „Kannski eru þeir komnir til að vera ef þeir eru búnir að verpa hérna, við skulum bara sjá til hvað verður úr þessu," segir Emil að lokum.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira