Ráða ekki við meðferð kynferðisbrotamanna 27. febrúar 2012 06:00 Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð fanga svo vel sé, enda eru þeir tveir á meðan fangarnir eru á annað hundrað. fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum séu í forgangshópi varðandi meðferð. „Okkur hefur ekki tekist nægilega vel að komast til móts við það,“ segir hann. „Hér þyrfti að bæta við sálfræðingi sem hefði fyrst og fremst það verkefni að sinna meðferð á þessu sviði.“ Ákvæði um meðferð brotamanna og eftirlit með þeim er að finna í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, svokölluðum Lanzarote-samningi. Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sat í sérfræðinganefnd sem samdi Lanzarote-samninginn. Á fundi um meðferð kynferðisbrotamála í janúar vakti Bragi athygli á því að Ísland uppfylli ekki enn þær kröfur sem samningurinn geri um aðgengi meðferðar fyrir gerendur. Bragi tekur í sama streng og Þórarinn. „Það væri mjög æskilegt að efla þennan þátt í starfsemi Fangelsismálastofnunar.“ Í samningnum er lögð áhersla á að bæði áhættumat og meðferð sé veitt meðan á afplánun stendur. Meðferðir eru líka háðar vilja brotamanna, segir Þórarinn. Enginn er þvingaður í meðferð og ákveðinn hópur neitar að hafa framið þau brot sem þeir eru dæmdir fyrir. Yfirleitt er óskað eftir áhættumati á föngum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi af þessu tagi þegar þeir komast á skilorð. „Við erum með eftirlit, sem tengist skilyrðum reynslulausnar þeirra. Eftir því sem þeir koma hærra út á áhættumati þeim mun meira eftirlit er haft, þeir þurfa að koma oftar hingað í Fangelsismálastofnun, ræða við skilorðsfulltrúa og koma í viðtöl til okkar sálfræðinga.“ Miðað við hvernig eftirliti er háttað í nágrannalöndum Íslands erum við talsvert eftir á, segir Þórarinn. „En svo vill maður ekki heldur hafa þetta eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem menn fara á brotalista við minnsta brot og komast aldrei af honum aftur. Menn upplifa þá að þeir hafi enga útgönguleið og með því aukast líkur á að þeir brjóti af sér. Þeir upplifa að þeir séu króaðir af og til hvers þá að vera að berjast við þetta.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum séu í forgangshópi varðandi meðferð. „Okkur hefur ekki tekist nægilega vel að komast til móts við það,“ segir hann. „Hér þyrfti að bæta við sálfræðingi sem hefði fyrst og fremst það verkefni að sinna meðferð á þessu sviði.“ Ákvæði um meðferð brotamanna og eftirlit með þeim er að finna í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, svokölluðum Lanzarote-samningi. Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sat í sérfræðinganefnd sem samdi Lanzarote-samninginn. Á fundi um meðferð kynferðisbrotamála í janúar vakti Bragi athygli á því að Ísland uppfylli ekki enn þær kröfur sem samningurinn geri um aðgengi meðferðar fyrir gerendur. Bragi tekur í sama streng og Þórarinn. „Það væri mjög æskilegt að efla þennan þátt í starfsemi Fangelsismálastofnunar.“ Í samningnum er lögð áhersla á að bæði áhættumat og meðferð sé veitt meðan á afplánun stendur. Meðferðir eru líka háðar vilja brotamanna, segir Þórarinn. Enginn er þvingaður í meðferð og ákveðinn hópur neitar að hafa framið þau brot sem þeir eru dæmdir fyrir. Yfirleitt er óskað eftir áhættumati á föngum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi af þessu tagi þegar þeir komast á skilorð. „Við erum með eftirlit, sem tengist skilyrðum reynslulausnar þeirra. Eftir því sem þeir koma hærra út á áhættumati þeim mun meira eftirlit er haft, þeir þurfa að koma oftar hingað í Fangelsismálastofnun, ræða við skilorðsfulltrúa og koma í viðtöl til okkar sálfræðinga.“ Miðað við hvernig eftirliti er háttað í nágrannalöndum Íslands erum við talsvert eftir á, segir Þórarinn. „En svo vill maður ekki heldur hafa þetta eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem menn fara á brotalista við minnsta brot og komast aldrei af honum aftur. Menn upplifa þá að þeir hafi enga útgönguleið og með því aukast líkur á að þeir brjóti af sér. Þeir upplifa að þeir séu króaðir af og til hvers þá að vera að berjast við þetta.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira