Ráða ekki við meðferð kynferðisbrotamanna 27. febrúar 2012 06:00 Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð fanga svo vel sé, enda eru þeir tveir á meðan fangarnir eru á annað hundrað. fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum séu í forgangshópi varðandi meðferð. „Okkur hefur ekki tekist nægilega vel að komast til móts við það,“ segir hann. „Hér þyrfti að bæta við sálfræðingi sem hefði fyrst og fremst það verkefni að sinna meðferð á þessu sviði.“ Ákvæði um meðferð brotamanna og eftirlit með þeim er að finna í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, svokölluðum Lanzarote-samningi. Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sat í sérfræðinganefnd sem samdi Lanzarote-samninginn. Á fundi um meðferð kynferðisbrotamála í janúar vakti Bragi athygli á því að Ísland uppfylli ekki enn þær kröfur sem samningurinn geri um aðgengi meðferðar fyrir gerendur. Bragi tekur í sama streng og Þórarinn. „Það væri mjög æskilegt að efla þennan þátt í starfsemi Fangelsismálastofnunar.“ Í samningnum er lögð áhersla á að bæði áhættumat og meðferð sé veitt meðan á afplánun stendur. Meðferðir eru líka háðar vilja brotamanna, segir Þórarinn. Enginn er þvingaður í meðferð og ákveðinn hópur neitar að hafa framið þau brot sem þeir eru dæmdir fyrir. Yfirleitt er óskað eftir áhættumati á föngum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi af þessu tagi þegar þeir komast á skilorð. „Við erum með eftirlit, sem tengist skilyrðum reynslulausnar þeirra. Eftir því sem þeir koma hærra út á áhættumati þeim mun meira eftirlit er haft, þeir þurfa að koma oftar hingað í Fangelsismálastofnun, ræða við skilorðsfulltrúa og koma í viðtöl til okkar sálfræðinga.“ Miðað við hvernig eftirliti er háttað í nágrannalöndum Íslands erum við talsvert eftir á, segir Þórarinn. „En svo vill maður ekki heldur hafa þetta eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem menn fara á brotalista við minnsta brot og komast aldrei af honum aftur. Menn upplifa þá að þeir hafi enga útgönguleið og með því aukast líkur á að þeir brjóti af sér. Þeir upplifa að þeir séu króaðir af og til hvers þá að vera að berjast við þetta.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum séu í forgangshópi varðandi meðferð. „Okkur hefur ekki tekist nægilega vel að komast til móts við það,“ segir hann. „Hér þyrfti að bæta við sálfræðingi sem hefði fyrst og fremst það verkefni að sinna meðferð á þessu sviði.“ Ákvæði um meðferð brotamanna og eftirlit með þeim er að finna í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, svokölluðum Lanzarote-samningi. Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sat í sérfræðinganefnd sem samdi Lanzarote-samninginn. Á fundi um meðferð kynferðisbrotamála í janúar vakti Bragi athygli á því að Ísland uppfylli ekki enn þær kröfur sem samningurinn geri um aðgengi meðferðar fyrir gerendur. Bragi tekur í sama streng og Þórarinn. „Það væri mjög æskilegt að efla þennan þátt í starfsemi Fangelsismálastofnunar.“ Í samningnum er lögð áhersla á að bæði áhættumat og meðferð sé veitt meðan á afplánun stendur. Meðferðir eru líka háðar vilja brotamanna, segir Þórarinn. Enginn er þvingaður í meðferð og ákveðinn hópur neitar að hafa framið þau brot sem þeir eru dæmdir fyrir. Yfirleitt er óskað eftir áhættumati á föngum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi af þessu tagi þegar þeir komast á skilorð. „Við erum með eftirlit, sem tengist skilyrðum reynslulausnar þeirra. Eftir því sem þeir koma hærra út á áhættumati þeim mun meira eftirlit er haft, þeir þurfa að koma oftar hingað í Fangelsismálastofnun, ræða við skilorðsfulltrúa og koma í viðtöl til okkar sálfræðinga.“ Miðað við hvernig eftirliti er háttað í nágrannalöndum Íslands erum við talsvert eftir á, segir Þórarinn. „En svo vill maður ekki heldur hafa þetta eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem menn fara á brotalista við minnsta brot og komast aldrei af honum aftur. Menn upplifa þá að þeir hafi enga útgönguleið og með því aukast líkur á að þeir brjóti af sér. Þeir upplifa að þeir séu króaðir af og til hvers þá að vera að berjast við þetta.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira