Ráða ekki við meðferð kynferðisbrotamanna 27. febrúar 2012 06:00 Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð fanga svo vel sé, enda eru þeir tveir á meðan fangarnir eru á annað hundrað. fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum séu í forgangshópi varðandi meðferð. „Okkur hefur ekki tekist nægilega vel að komast til móts við það,“ segir hann. „Hér þyrfti að bæta við sálfræðingi sem hefði fyrst og fremst það verkefni að sinna meðferð á þessu sviði.“ Ákvæði um meðferð brotamanna og eftirlit með þeim er að finna í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, svokölluðum Lanzarote-samningi. Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sat í sérfræðinganefnd sem samdi Lanzarote-samninginn. Á fundi um meðferð kynferðisbrotamála í janúar vakti Bragi athygli á því að Ísland uppfylli ekki enn þær kröfur sem samningurinn geri um aðgengi meðferðar fyrir gerendur. Bragi tekur í sama streng og Þórarinn. „Það væri mjög æskilegt að efla þennan þátt í starfsemi Fangelsismálastofnunar.“ Í samningnum er lögð áhersla á að bæði áhættumat og meðferð sé veitt meðan á afplánun stendur. Meðferðir eru líka háðar vilja brotamanna, segir Þórarinn. Enginn er þvingaður í meðferð og ákveðinn hópur neitar að hafa framið þau brot sem þeir eru dæmdir fyrir. Yfirleitt er óskað eftir áhættumati á föngum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi af þessu tagi þegar þeir komast á skilorð. „Við erum með eftirlit, sem tengist skilyrðum reynslulausnar þeirra. Eftir því sem þeir koma hærra út á áhættumati þeim mun meira eftirlit er haft, þeir þurfa að koma oftar hingað í Fangelsismálastofnun, ræða við skilorðsfulltrúa og koma í viðtöl til okkar sálfræðinga.“ Miðað við hvernig eftirliti er háttað í nágrannalöndum Íslands erum við talsvert eftir á, segir Þórarinn. „En svo vill maður ekki heldur hafa þetta eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem menn fara á brotalista við minnsta brot og komast aldrei af honum aftur. Menn upplifa þá að þeir hafi enga útgönguleið og með því aukast líkur á að þeir brjóti af sér. Þeir upplifa að þeir séu króaðir af og til hvers þá að vera að berjast við þetta.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum séu í forgangshópi varðandi meðferð. „Okkur hefur ekki tekist nægilega vel að komast til móts við það,“ segir hann. „Hér þyrfti að bæta við sálfræðingi sem hefði fyrst og fremst það verkefni að sinna meðferð á þessu sviði.“ Ákvæði um meðferð brotamanna og eftirlit með þeim er að finna í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, svokölluðum Lanzarote-samningi. Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sat í sérfræðinganefnd sem samdi Lanzarote-samninginn. Á fundi um meðferð kynferðisbrotamála í janúar vakti Bragi athygli á því að Ísland uppfylli ekki enn þær kröfur sem samningurinn geri um aðgengi meðferðar fyrir gerendur. Bragi tekur í sama streng og Þórarinn. „Það væri mjög æskilegt að efla þennan þátt í starfsemi Fangelsismálastofnunar.“ Í samningnum er lögð áhersla á að bæði áhættumat og meðferð sé veitt meðan á afplánun stendur. Meðferðir eru líka háðar vilja brotamanna, segir Þórarinn. Enginn er þvingaður í meðferð og ákveðinn hópur neitar að hafa framið þau brot sem þeir eru dæmdir fyrir. Yfirleitt er óskað eftir áhættumati á föngum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi af þessu tagi þegar þeir komast á skilorð. „Við erum með eftirlit, sem tengist skilyrðum reynslulausnar þeirra. Eftir því sem þeir koma hærra út á áhættumati þeim mun meira eftirlit er haft, þeir þurfa að koma oftar hingað í Fangelsismálastofnun, ræða við skilorðsfulltrúa og koma í viðtöl til okkar sálfræðinga.“ Miðað við hvernig eftirliti er háttað í nágrannalöndum Íslands erum við talsvert eftir á, segir Þórarinn. „En svo vill maður ekki heldur hafa þetta eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem menn fara á brotalista við minnsta brot og komast aldrei af honum aftur. Menn upplifa þá að þeir hafi enga útgönguleið og með því aukast líkur á að þeir brjóti af sér. Þeir upplifa að þeir séu króaðir af og til hvers þá að vera að berjast við þetta.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent