Enski boltinn

Abramovich vill fá Krul í markið hjá Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tim Krul
Tim Krul Mynd / Getty Images
Knattspyrnuliðið Chelsea ætla leggja allt kapp á það að klófesta markvörðinn Tim Krul frá Newcastle í sumar.

Petr Cech sem ver mark Chelsea núna hefur aldrei almennilega náð sér aftur á strik eftir að hann meiddist illa á höfði árið 2008. Krul er því hugsaður sem arftaki Cech í markinu.

Newcastle mun líklega fara fram á 15 milljónir punda fyrir leikmanninn en það er verð sem Chelsea er reiðubúið að greiða.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er sagður hafa náð samkomulagi við Newcastle en liðið hefur ekki varanlegan knattspyrnustjóra eins og staðan er. Roberto Di Matteo stýrir liðinu út leiktíðana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×