Innlent

Játning í sprengjumálinu

Karlmaður á áttræðisaldri hefur játað að hafa komið sprengju fyrir skammt frá Stjórnarráði Íslands fyrir tæpum tveimur vikum. Maðurinn var einn að verki. Málið telst upplýst og hefur manninum verið sleppt úr haldi.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn vildi ekki valda skaða heldur koma ákveðnum skilaboðum á framfæri við stjórnvöld. Maðurinn stóð við hlið sprengjunnar þegar hún sprakk. Líkt og áður hefur komið fram þá var maðurinn handtekinn í gær. Við húsleit á heimili hans var lagt hald á ýmsan búnað svo og bíl hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×