Innlent

Guðsþjónusta hafin

Þingmenn ganga til messu.
Þingmenn ganga til messu.
Hefðbundin guðsþjónusta í Dómkirkjunni vegna þingsetningar er hafin. Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar og séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur.

Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.

Fámenn mótmæli eru við girðingar lögreglunnar á Austurvelli.

Forseti Íslands setur Alþingi, 141. löggjafarþing að lokinni messu, og að því loknu flytur forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×