Innlent

Dýrasta sendiráðið í Brussel - framlög lækka um 20 milljónir

ESB er með höfuðstöðvar í Brussel.
ESB er með höfuðstöðvar í Brussel.
Dýrasta sendiráð Íslendinga er í Brussel, þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandið hefur aðstöðu og fleiri stofnanir.

Það kostar íslenska ríkið 248,9 milljónir króna að reka sendiráðið í Brussel árið 2012, en áætlað er að það verði skorið niður um 1,7 milljónir króna á næsta ári verði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt.

Heildarrekstur sendiráðana í ár eru áætlaður 2800 milljónir króna en áætlað er að skorið verði í heild niður um 20 milljónir króna í sendirráðunum fyrir næsta ár. Af einstökum sendirráðum er skorið mest niður í Brussel samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.

Í skýringu frumvarpsins segir að heildarfjárveiting til málaflokksins lækki um 54,6 milljónir króna frá gildandi fjárlögum, þegar frá eru taldar verðlagsbreytingar en þær nema alls 34,6 miljónir króna. Að þeim meðtöldum lækka framlögin um 20 milljónir samkvæmt frumvarpinu sem verður lagt fram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×