"Það eru allir boðnir og búnir að taka höndum saman" 11. september 2012 22:49 Eins og sjá má á þessari mynd eru rafmagnsstaurar illa farnir eftir óveðrið. Rafmagnslaust er á nokkrum svæðum á Norðurlandi. mynd/theistareykir.is „Það gefur auga leið að þegar bústofninn er í hættu þá er þungt yfir mönnum. Svona hefur ekki átt sér stað í mörg mörg ár," segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, sem hefur fundað með viðbragðsaðilum fyrir norðan í allt kvöld. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslu vegna óveðursins sem gekk yfir svæðið í gær. Talið er að hátt í 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum. „Síðustu menn voru að koma í hús sem voru á þessum svæðum. Við erum að fara yfir ástandið og skipuleggja björgunaraðgerðir á morgun, við hefjum leit strax í fyrramálið," segir Svavar í samtali við fréttastofu í kvöld. Reiknað er með að vel á annað hundrað björgunarsveitarmenn taki þátt í aðgerðum á morgun. „Þá hafa bæjarbúar einnig boðið fram hjálp sína, sem og bændur hér á svæðinu. Það eru allir boðnir og búnir að taka höndum saman." Svavar segir að leitað hafi verið í Mývatnssveit í dag. „En þetta eru fleiri svæði. Það verður farið að Þeistareykjum af fullum þunga á morgun. Þá þarf einnig að halda áfram leit á Reykjaheiði, sem og í Bárðardal. Það eru helst þessir fjórir staðir." Aðspurður hvort að neyðarstig Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra muni auðvelda björgunarsveitarmönnum störf sín, segir Svavar svo vera. „Þegar svona almannavarnaástand hefur verið virkjað, þá aukast heimildir þeirra sem stjórna aðgerðum. Það verður auðveldara að kalla menn til aðstoðar sem og tæki og tól." Almannavarnastigin eru þrjú. Fyrsta er óvissustig, því næst kemur hættustig og loks er það neyðarstig. Á heimasíðu Almannavarna segir um neyðarstig: „Neyðarstig einkennist af atburði sem valdið hefur slysum á fólki og/eða tjóni á mannvirkjum. Verkefni á þessu stigi einkennast af tafarlausum aðgerðum til lífsbjargandi aðstoðar og viðleitni til að afstýra fleiri slysum og varna frekara tjóni." Nánar er hægt að lesa um neyðarstigið hér. Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir fyrir norðan - 12 þúsund kindur fastar upp á fjöllum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær. Talið er að 10 til 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum vegna fannfergis. Hættustigin hjá Almannavarnardeild eru þrjú, það er að segja óvissu-, hættu- og neyðarstig. 11. september 2012 21:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
„Það gefur auga leið að þegar bústofninn er í hættu þá er þungt yfir mönnum. Svona hefur ekki átt sér stað í mörg mörg ár," segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, sem hefur fundað með viðbragðsaðilum fyrir norðan í allt kvöld. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslu vegna óveðursins sem gekk yfir svæðið í gær. Talið er að hátt í 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum. „Síðustu menn voru að koma í hús sem voru á þessum svæðum. Við erum að fara yfir ástandið og skipuleggja björgunaraðgerðir á morgun, við hefjum leit strax í fyrramálið," segir Svavar í samtali við fréttastofu í kvöld. Reiknað er með að vel á annað hundrað björgunarsveitarmenn taki þátt í aðgerðum á morgun. „Þá hafa bæjarbúar einnig boðið fram hjálp sína, sem og bændur hér á svæðinu. Það eru allir boðnir og búnir að taka höndum saman." Svavar segir að leitað hafi verið í Mývatnssveit í dag. „En þetta eru fleiri svæði. Það verður farið að Þeistareykjum af fullum þunga á morgun. Þá þarf einnig að halda áfram leit á Reykjaheiði, sem og í Bárðardal. Það eru helst þessir fjórir staðir." Aðspurður hvort að neyðarstig Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra muni auðvelda björgunarsveitarmönnum störf sín, segir Svavar svo vera. „Þegar svona almannavarnaástand hefur verið virkjað, þá aukast heimildir þeirra sem stjórna aðgerðum. Það verður auðveldara að kalla menn til aðstoðar sem og tæki og tól." Almannavarnastigin eru þrjú. Fyrsta er óvissustig, því næst kemur hættustig og loks er það neyðarstig. Á heimasíðu Almannavarna segir um neyðarstig: „Neyðarstig einkennist af atburði sem valdið hefur slysum á fólki og/eða tjóni á mannvirkjum. Verkefni á þessu stigi einkennast af tafarlausum aðgerðum til lífsbjargandi aðstoðar og viðleitni til að afstýra fleiri slysum og varna frekara tjóni." Nánar er hægt að lesa um neyðarstigið hér.
Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir fyrir norðan - 12 þúsund kindur fastar upp á fjöllum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær. Talið er að 10 til 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum vegna fannfergis. Hættustigin hjá Almannavarnardeild eru þrjú, það er að segja óvissu-, hættu- og neyðarstig. 11. september 2012 21:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir fyrir norðan - 12 þúsund kindur fastar upp á fjöllum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær. Talið er að 10 til 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum vegna fannfergis. Hættustigin hjá Almannavarnardeild eru þrjú, það er að segja óvissu-, hættu- og neyðarstig. 11. september 2012 21:30