Innlent

Sakaðir um málþóf

Mynd/Egill
Þingmenn Sjálfstæðisflokks voru sakaðir á Alþingi í morgun um að beita málþófi í umræðu um tillögu forsætisráðherra varðandi breytingar á Stjórnarráði Íslands. Þingmenn ræddu málið í sex klukkustundir í gær.

Síðari umræðu um þingsályktunartillögu forsætirsáðherra um breytingar á stjórnarráði Íslands verður framhaldið í dag. Þingmenn ræddu um málið í sex klukkustundir í gær og var umræðum ólokið þegar þingfundi var slitið klukkan eitt í nótt.

Fyrri umræða um málið tók tíu klukkustundir.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður vinstri grænna, sakaði sjálfstæðismenn á Alþingi í morgun um að beita málþófi.

Undir þetta tók Lúðvík Geirsson, þingmaður samfylkingarinnar, Hann benti á að fyrir fimm árum þegar síðast voru gerðar umtalsverðar breytingar á stjórnarráðinu í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins hafi umræður einungis tekið þrjár klukkustundir.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, vísaði þessari gagnrýni á bug og sagði að ásakanir um málþóf væru hlægilegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×