Fá ekki útskrift af símtali Davíðs og Geirs 3. maí 2012 16:17 Mynd/Anton Brink Seðlabanki Íslands hefur hafnað beiðni þess efnis að útskrift af símtali Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, verði afhent fjárlaganefnd og efnhags- og viðskiptanefnd Alþingis. Formenn nefndanna, þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður fjárlaganefndar og Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar óskuðu eftir því að Seðlabankinn léti þeim í té útskriftina. Í símtalinu ræddu þeir Geir og Davíð um fyrirhugað lán að fjárhæð 500 milljónum evra, eða um 80 milljarða króna sem Seðlabankinn lánaði síðar Kaupþingi í miðju hruni eða þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Lánað var gegn veði í danska FIH-bankanum. Engin formleg samþykkt bankastjórnar Seðlabankans lá fyrir um lánið. Í svari Seðlabankans, sem undirritað er af Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóra og Ragnari Árna Sigurðarsonar staðgengli aðallögfræðings, segir að þagnarskylda ríki um upplýsingarnar sem beðið sé um og því sé beiðni þingmannanna hafnað. Undan þeirri þagnarskyldu verði ekki vikið nema samkvæmt skýru lagaboði eða ef dómari úrskurðar að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu. Þá vísa seðlabankamenn í þingskaparlög þar sem segir að þingnefnd geti beðið um afhendingu gagna í tilefni af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar og að fjórðungur nefndarmanna verði að krefjast gagnanna. „Í bréfi yðar kemur hvergi fram hvaða mál séu til umfjöllunar, hvorki hjá fjárlaganefnd né heldur hjá efnahags- og viðskiptanefnd, sem kalli á þá gagnaöflun sem um ræðir. Einungis er vísað til þess að gögnin varði mál sem falli „undir málasvið nefndanna". Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að líta svo á að 1.mgr 50.gr. laga um þingsköp Alþingis séu uppfyllt, né heldur í öðrum lögum, til til þess að vikið verði frá þagnaskyldu." Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur hafnað beiðni þess efnis að útskrift af símtali Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, verði afhent fjárlaganefnd og efnhags- og viðskiptanefnd Alþingis. Formenn nefndanna, þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður fjárlaganefndar og Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar óskuðu eftir því að Seðlabankinn léti þeim í té útskriftina. Í símtalinu ræddu þeir Geir og Davíð um fyrirhugað lán að fjárhæð 500 milljónum evra, eða um 80 milljarða króna sem Seðlabankinn lánaði síðar Kaupþingi í miðju hruni eða þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Lánað var gegn veði í danska FIH-bankanum. Engin formleg samþykkt bankastjórnar Seðlabankans lá fyrir um lánið. Í svari Seðlabankans, sem undirritað er af Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóra og Ragnari Árna Sigurðarsonar staðgengli aðallögfræðings, segir að þagnarskylda ríki um upplýsingarnar sem beðið sé um og því sé beiðni þingmannanna hafnað. Undan þeirri þagnarskyldu verði ekki vikið nema samkvæmt skýru lagaboði eða ef dómari úrskurðar að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu. Þá vísa seðlabankamenn í þingskaparlög þar sem segir að þingnefnd geti beðið um afhendingu gagna í tilefni af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar og að fjórðungur nefndarmanna verði að krefjast gagnanna. „Í bréfi yðar kemur hvergi fram hvaða mál séu til umfjöllunar, hvorki hjá fjárlaganefnd né heldur hjá efnahags- og viðskiptanefnd, sem kalli á þá gagnaöflun sem um ræðir. Einungis er vísað til þess að gögnin varði mál sem falli „undir málasvið nefndanna". Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að líta svo á að 1.mgr 50.gr. laga um þingsköp Alþingis séu uppfyllt, né heldur í öðrum lögum, til til þess að vikið verði frá þagnaskyldu."
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent