Fá ekki útskrift af símtali Davíðs og Geirs 3. maí 2012 16:17 Mynd/Anton Brink Seðlabanki Íslands hefur hafnað beiðni þess efnis að útskrift af símtali Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, verði afhent fjárlaganefnd og efnhags- og viðskiptanefnd Alþingis. Formenn nefndanna, þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður fjárlaganefndar og Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar óskuðu eftir því að Seðlabankinn léti þeim í té útskriftina. Í símtalinu ræddu þeir Geir og Davíð um fyrirhugað lán að fjárhæð 500 milljónum evra, eða um 80 milljarða króna sem Seðlabankinn lánaði síðar Kaupþingi í miðju hruni eða þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Lánað var gegn veði í danska FIH-bankanum. Engin formleg samþykkt bankastjórnar Seðlabankans lá fyrir um lánið. Í svari Seðlabankans, sem undirritað er af Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóra og Ragnari Árna Sigurðarsonar staðgengli aðallögfræðings, segir að þagnarskylda ríki um upplýsingarnar sem beðið sé um og því sé beiðni þingmannanna hafnað. Undan þeirri þagnarskyldu verði ekki vikið nema samkvæmt skýru lagaboði eða ef dómari úrskurðar að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu. Þá vísa seðlabankamenn í þingskaparlög þar sem segir að þingnefnd geti beðið um afhendingu gagna í tilefni af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar og að fjórðungur nefndarmanna verði að krefjast gagnanna. „Í bréfi yðar kemur hvergi fram hvaða mál séu til umfjöllunar, hvorki hjá fjárlaganefnd né heldur hjá efnahags- og viðskiptanefnd, sem kalli á þá gagnaöflun sem um ræðir. Einungis er vísað til þess að gögnin varði mál sem falli „undir málasvið nefndanna". Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að líta svo á að 1.mgr 50.gr. laga um þingsköp Alþingis séu uppfyllt, né heldur í öðrum lögum, til til þess að vikið verði frá þagnaskyldu." Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur hafnað beiðni þess efnis að útskrift af símtali Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, verði afhent fjárlaganefnd og efnhags- og viðskiptanefnd Alþingis. Formenn nefndanna, þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður fjárlaganefndar og Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar óskuðu eftir því að Seðlabankinn léti þeim í té útskriftina. Í símtalinu ræddu þeir Geir og Davíð um fyrirhugað lán að fjárhæð 500 milljónum evra, eða um 80 milljarða króna sem Seðlabankinn lánaði síðar Kaupþingi í miðju hruni eða þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Lánað var gegn veði í danska FIH-bankanum. Engin formleg samþykkt bankastjórnar Seðlabankans lá fyrir um lánið. Í svari Seðlabankans, sem undirritað er af Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóra og Ragnari Árna Sigurðarsonar staðgengli aðallögfræðings, segir að þagnarskylda ríki um upplýsingarnar sem beðið sé um og því sé beiðni þingmannanna hafnað. Undan þeirri þagnarskyldu verði ekki vikið nema samkvæmt skýru lagaboði eða ef dómari úrskurðar að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu. Þá vísa seðlabankamenn í þingskaparlög þar sem segir að þingnefnd geti beðið um afhendingu gagna í tilefni af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar og að fjórðungur nefndarmanna verði að krefjast gagnanna. „Í bréfi yðar kemur hvergi fram hvaða mál séu til umfjöllunar, hvorki hjá fjárlaganefnd né heldur hjá efnahags- og viðskiptanefnd, sem kalli á þá gagnaöflun sem um ræðir. Einungis er vísað til þess að gögnin varði mál sem falli „undir málasvið nefndanna". Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að líta svo á að 1.mgr 50.gr. laga um þingsköp Alþingis séu uppfyllt, né heldur í öðrum lögum, til til þess að vikið verði frá þagnaskyldu."
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira