Skiptir um lífsstíl og stefnir á víkingaform 4. ágúst 2012 17:00 Damon Younger hyggst taka upp heilbrigðari lífsstíl fyrir hlutverk í víkingamynd. Mynd/tomas pape „Næstu mánuðir verða teknir í líkamsræktarstöðinni,“ segir leikarinn Damon Younger sem stefnir á að taka upp heilbrigðari lífsstíl til að koma sér í form fyrir tökur á fransk-íslenskri stuttmynd. Tvær stuttmyndir eru á dagskrá hjá Damon á næstunni og er þeim báðum leikstýrt af konum. Myndin Leitin að Livingstone sem er leikstýrt af Veru Sölvadóttur og skrifuð af henni og Þresti Leó. Hún fer í tökur í lok ágúst og fjallar um tvo menn sem lenda í óvæntri vegferð. Fransk-íslenska myndin Conquest sem leikstýrt er af Magali Magistry fer svo í tökur fljótlega þar á eftir. Sú mynd fjallar um tvo víkinga sem flytjast inn í nútímann og það hvernig samskipti þeirra breytast. Damon hyggst því koma sér í víkingaform fyrir tökur á myndinni. „Ég ætla að skella mér í ketilbjöllur og er að spá í að fara að æfa hjá Mjölni,“ segir hann en Mjölnismenn þjálfuðu hann fyrir bardagasenurnar í myndinni Svartur á leik. „Ég var alltaf að spyrja þá hvort ég liti nógu vel út til að vera svona hættulegur og þeir sögðu að ég gerði það,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort hann ætli að taka átakið alla leið með því að breyta mataræðinu og taka upp heilbrigðari lífsstíl í leiðinni segir hann það líklegt. „Maður þarf að vera fókuseraður í því sem maður gerir. Ég er ekki vanur að klikka á því.“ Damon er nýlentur aftur á klakanum eftir að hafa skotist yfir til Danmerkur og leikið í stuttmyndinni Mod Naturen. „Hún Stína Michelsen vinkona mín er annar höfundur myndarinnar. Hún hringdi í mig og bað mig að koma yfir í nokkra daga til að leika fullkominn mann, á dönsku. Ég flissaði bara eins og smástelpa og spurði hvort henni væri alvara,“ segir Damon og bætir við að það hafi verið furðulegt að leika á tungumáli sem hann skilur ekki vel. „Ég tala enga dönsku, en það var gott fólk þarna sem hjálpaði mér og einn íslenskur tökumaður. Ég er með skóladönskuna svo ég skildi handritið að mestu og svo redduðum við þessu með því að breyta handritinu aðeins og ég lék Íslending að tala dönsku,“ segir hann. Verslunarmannahelgin verður hin rólegasta hjá leikaranum, en hann hyggst njóta lífsins á mótorhjóli í Hvalfirðinum með myndavélina og vin sinn Tomma með í för. „Við ætlum bara að fara út að leika í mótorhjólagallanum,“ segir hann að lokum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Næstu mánuðir verða teknir í líkamsræktarstöðinni,“ segir leikarinn Damon Younger sem stefnir á að taka upp heilbrigðari lífsstíl til að koma sér í form fyrir tökur á fransk-íslenskri stuttmynd. Tvær stuttmyndir eru á dagskrá hjá Damon á næstunni og er þeim báðum leikstýrt af konum. Myndin Leitin að Livingstone sem er leikstýrt af Veru Sölvadóttur og skrifuð af henni og Þresti Leó. Hún fer í tökur í lok ágúst og fjallar um tvo menn sem lenda í óvæntri vegferð. Fransk-íslenska myndin Conquest sem leikstýrt er af Magali Magistry fer svo í tökur fljótlega þar á eftir. Sú mynd fjallar um tvo víkinga sem flytjast inn í nútímann og það hvernig samskipti þeirra breytast. Damon hyggst því koma sér í víkingaform fyrir tökur á myndinni. „Ég ætla að skella mér í ketilbjöllur og er að spá í að fara að æfa hjá Mjölni,“ segir hann en Mjölnismenn þjálfuðu hann fyrir bardagasenurnar í myndinni Svartur á leik. „Ég var alltaf að spyrja þá hvort ég liti nógu vel út til að vera svona hættulegur og þeir sögðu að ég gerði það,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort hann ætli að taka átakið alla leið með því að breyta mataræðinu og taka upp heilbrigðari lífsstíl í leiðinni segir hann það líklegt. „Maður þarf að vera fókuseraður í því sem maður gerir. Ég er ekki vanur að klikka á því.“ Damon er nýlentur aftur á klakanum eftir að hafa skotist yfir til Danmerkur og leikið í stuttmyndinni Mod Naturen. „Hún Stína Michelsen vinkona mín er annar höfundur myndarinnar. Hún hringdi í mig og bað mig að koma yfir í nokkra daga til að leika fullkominn mann, á dönsku. Ég flissaði bara eins og smástelpa og spurði hvort henni væri alvara,“ segir Damon og bætir við að það hafi verið furðulegt að leika á tungumáli sem hann skilur ekki vel. „Ég tala enga dönsku, en það var gott fólk þarna sem hjálpaði mér og einn íslenskur tökumaður. Ég er með skóladönskuna svo ég skildi handritið að mestu og svo redduðum við þessu með því að breyta handritinu aðeins og ég lék Íslending að tala dönsku,“ segir hann. Verslunarmannahelgin verður hin rólegasta hjá leikaranum, en hann hyggst njóta lífsins á mótorhjóli í Hvalfirðinum með myndavélina og vin sinn Tomma með í för. „Við ætlum bara að fara út að leika í mótorhjólagallanum,“ segir hann að lokum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning