Skiptir um lífsstíl og stefnir á víkingaform 4. ágúst 2012 17:00 Damon Younger hyggst taka upp heilbrigðari lífsstíl fyrir hlutverk í víkingamynd. Mynd/tomas pape „Næstu mánuðir verða teknir í líkamsræktarstöðinni,“ segir leikarinn Damon Younger sem stefnir á að taka upp heilbrigðari lífsstíl til að koma sér í form fyrir tökur á fransk-íslenskri stuttmynd. Tvær stuttmyndir eru á dagskrá hjá Damon á næstunni og er þeim báðum leikstýrt af konum. Myndin Leitin að Livingstone sem er leikstýrt af Veru Sölvadóttur og skrifuð af henni og Þresti Leó. Hún fer í tökur í lok ágúst og fjallar um tvo menn sem lenda í óvæntri vegferð. Fransk-íslenska myndin Conquest sem leikstýrt er af Magali Magistry fer svo í tökur fljótlega þar á eftir. Sú mynd fjallar um tvo víkinga sem flytjast inn í nútímann og það hvernig samskipti þeirra breytast. Damon hyggst því koma sér í víkingaform fyrir tökur á myndinni. „Ég ætla að skella mér í ketilbjöllur og er að spá í að fara að æfa hjá Mjölni,“ segir hann en Mjölnismenn þjálfuðu hann fyrir bardagasenurnar í myndinni Svartur á leik. „Ég var alltaf að spyrja þá hvort ég liti nógu vel út til að vera svona hættulegur og þeir sögðu að ég gerði það,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort hann ætli að taka átakið alla leið með því að breyta mataræðinu og taka upp heilbrigðari lífsstíl í leiðinni segir hann það líklegt. „Maður þarf að vera fókuseraður í því sem maður gerir. Ég er ekki vanur að klikka á því.“ Damon er nýlentur aftur á klakanum eftir að hafa skotist yfir til Danmerkur og leikið í stuttmyndinni Mod Naturen. „Hún Stína Michelsen vinkona mín er annar höfundur myndarinnar. Hún hringdi í mig og bað mig að koma yfir í nokkra daga til að leika fullkominn mann, á dönsku. Ég flissaði bara eins og smástelpa og spurði hvort henni væri alvara,“ segir Damon og bætir við að það hafi verið furðulegt að leika á tungumáli sem hann skilur ekki vel. „Ég tala enga dönsku, en það var gott fólk þarna sem hjálpaði mér og einn íslenskur tökumaður. Ég er með skóladönskuna svo ég skildi handritið að mestu og svo redduðum við þessu með því að breyta handritinu aðeins og ég lék Íslending að tala dönsku,“ segir hann. Verslunarmannahelgin verður hin rólegasta hjá leikaranum, en hann hyggst njóta lífsins á mótorhjóli í Hvalfirðinum með myndavélina og vin sinn Tomma með í för. „Við ætlum bara að fara út að leika í mótorhjólagallanum,“ segir hann að lokum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
„Næstu mánuðir verða teknir í líkamsræktarstöðinni,“ segir leikarinn Damon Younger sem stefnir á að taka upp heilbrigðari lífsstíl til að koma sér í form fyrir tökur á fransk-íslenskri stuttmynd. Tvær stuttmyndir eru á dagskrá hjá Damon á næstunni og er þeim báðum leikstýrt af konum. Myndin Leitin að Livingstone sem er leikstýrt af Veru Sölvadóttur og skrifuð af henni og Þresti Leó. Hún fer í tökur í lok ágúst og fjallar um tvo menn sem lenda í óvæntri vegferð. Fransk-íslenska myndin Conquest sem leikstýrt er af Magali Magistry fer svo í tökur fljótlega þar á eftir. Sú mynd fjallar um tvo víkinga sem flytjast inn í nútímann og það hvernig samskipti þeirra breytast. Damon hyggst því koma sér í víkingaform fyrir tökur á myndinni. „Ég ætla að skella mér í ketilbjöllur og er að spá í að fara að æfa hjá Mjölni,“ segir hann en Mjölnismenn þjálfuðu hann fyrir bardagasenurnar í myndinni Svartur á leik. „Ég var alltaf að spyrja þá hvort ég liti nógu vel út til að vera svona hættulegur og þeir sögðu að ég gerði það,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort hann ætli að taka átakið alla leið með því að breyta mataræðinu og taka upp heilbrigðari lífsstíl í leiðinni segir hann það líklegt. „Maður þarf að vera fókuseraður í því sem maður gerir. Ég er ekki vanur að klikka á því.“ Damon er nýlentur aftur á klakanum eftir að hafa skotist yfir til Danmerkur og leikið í stuttmyndinni Mod Naturen. „Hún Stína Michelsen vinkona mín er annar höfundur myndarinnar. Hún hringdi í mig og bað mig að koma yfir í nokkra daga til að leika fullkominn mann, á dönsku. Ég flissaði bara eins og smástelpa og spurði hvort henni væri alvara,“ segir Damon og bætir við að það hafi verið furðulegt að leika á tungumáli sem hann skilur ekki vel. „Ég tala enga dönsku, en það var gott fólk þarna sem hjálpaði mér og einn íslenskur tökumaður. Ég er með skóladönskuna svo ég skildi handritið að mestu og svo redduðum við þessu með því að breyta handritinu aðeins og ég lék Íslending að tala dönsku,“ segir hann. Verslunarmannahelgin verður hin rólegasta hjá leikaranum, en hann hyggst njóta lífsins á mótorhjóli í Hvalfirðinum með myndavélina og vin sinn Tomma með í för. „Við ætlum bara að fara út að leika í mótorhjólagallanum,“ segir hann að lokum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira