Dreymir um þriðju myndina um Stellu 4. ágúst 2012 13:00 Edda er betur þekkt sem Stella í orlofi. Fjórðungur þjóðarinnar horfði á samnefnda mynd fyrir skemmstu og þar á meðal Edda sjálf í svokölluðu Stellupartíi. „Í alvöru?“ spyr Edda Björgvinsdóttir leikkona þegar henni er tjáð að fjórðungur þjóðarinnar hafi horft á hana fara á kostum í gamanmyndinni Stellu í orlofi sunnudaginn 29. júlí á RÚV samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent Gallup. Kvikmyndin er frá árinu 1986 og er óhætt að segja að hún eigi sérstakan stað í hjörtum landsmanna. Edda nýtti tækifærið og horfði á myndina í fyrsta sinn í svokölluðu Stellupartíi. „Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég sé hana í tuttugu ár og ég horfði ekki bara á hana heldur var ég í partíi og vinkona mín á Bolungarvík bauð öllum Stellum sem hún náði í og fullt af vinum og ættingjum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef fengið að taka þátt í Stellupartíi með poppi og kóki,“ segir hún eldhress að vanda. „Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég hef oft öfundað fólk sem segist halda Stellupartí reglulega. Ég heyri líka oft um heilu Stelluleikina og Stelluklúbbana og fæ bara tár í augun mér finnst þetta svo dásamlegt.“ En hvernig fannst fólkinu að horfa á ærslaganginn við hlið sjálfrar Stellu? „Ég held að þeim hafi fundist það alveg extra fyndið,“ svarar hún hlæjandi. En er von á þriðju myndinni um Stellu? „Það er innsta þrá mín að Stella og Salómon gerist fararstjórar á sólarströnd með ellilífeyrisþega. Það þætti mér dásamlegt og þar sem ég hef verið fararstjóri á ég svo margar hugmyndir og grín í þessa mynd og nú bið ég til Guðs að þau sem framleiddu myndirnar drífi í þessu,“ segir hún og bætir við að ungir krakkar kalli hana sí og æ nafninu Stella sama hve oft foreldrar þeirra leiðrétti þau.-hþt Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Í alvöru?“ spyr Edda Björgvinsdóttir leikkona þegar henni er tjáð að fjórðungur þjóðarinnar hafi horft á hana fara á kostum í gamanmyndinni Stellu í orlofi sunnudaginn 29. júlí á RÚV samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent Gallup. Kvikmyndin er frá árinu 1986 og er óhætt að segja að hún eigi sérstakan stað í hjörtum landsmanna. Edda nýtti tækifærið og horfði á myndina í fyrsta sinn í svokölluðu Stellupartíi. „Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég sé hana í tuttugu ár og ég horfði ekki bara á hana heldur var ég í partíi og vinkona mín á Bolungarvík bauð öllum Stellum sem hún náði í og fullt af vinum og ættingjum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef fengið að taka þátt í Stellupartíi með poppi og kóki,“ segir hún eldhress að vanda. „Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég hef oft öfundað fólk sem segist halda Stellupartí reglulega. Ég heyri líka oft um heilu Stelluleikina og Stelluklúbbana og fæ bara tár í augun mér finnst þetta svo dásamlegt.“ En hvernig fannst fólkinu að horfa á ærslaganginn við hlið sjálfrar Stellu? „Ég held að þeim hafi fundist það alveg extra fyndið,“ svarar hún hlæjandi. En er von á þriðju myndinni um Stellu? „Það er innsta þrá mín að Stella og Salómon gerist fararstjórar á sólarströnd með ellilífeyrisþega. Það þætti mér dásamlegt og þar sem ég hef verið fararstjóri á ég svo margar hugmyndir og grín í þessa mynd og nú bið ég til Guðs að þau sem framleiddu myndirnar drífi í þessu,“ segir hún og bætir við að ungir krakkar kalli hana sí og æ nafninu Stella sama hve oft foreldrar þeirra leiðrétti þau.-hþt
Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira