Innlent

Sjónarvottur að morðunum í Liege: "Það var blóð úti um allt“

Sjónarvottur að árásinni í Liege í Belgíu segir í samtali við fréttastofu að mikil ringulreið hafi ríkt á svæðinu. Hann segist hafa séð nokkra þeirra sem létust og marga særða en 75 særðust í hildarleiknum. Árásamaðurinn, 32 ára karlmaður, framdi sjálfsmorð eftir að hafa skotið úr riffli og skambyssu og varpað handsprengjum niður á mannfjöldann á Saint-lamberte torginu.

Gaspard Grosjean, íbúi í Liege, var staddur rétt hjá þegar árásin var gerð. „Ég kom á staðinn rétt eftir sprenginguna og skotárásina. Lögreglan kom mjög fljótt á staðinn og lokaði öllum leiðum til Saint Lamberte-torgsins sem er hérna í miðborg Liege. Ég sá sært fólk og nokkra látna," segir Gaspard.

„Það var maður rétt hjá mér með kúlu í bakinu svo þú getur ímyndað þér að það var blóð úti um allt. Fólk grét og var í miklu uppnámi og hljóp í allar áttir. Lögreglan sagði okkur að fara innst í verslanirnar til að leita skjóls því hún óttaðist að þarna væri annar byssumaður. En það reyndist ekki vera."

Að sögn formanns Íslendingafélagsins í Belgíu er ekki vitað til þess að Íslendingar hafi verið á svæðinu.

.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×