Lífið

Rappari skrifar um einelti

Rapparinn 50 Cent skrifar nú skáldsögu um einelti, en byggir hluta bókarinnar á minningum úr æsku.
Rapparinn 50 Cent skrifar nú skáldsögu um einelti, en byggir hluta bókarinnar á minningum úr æsku.
50 Cent vinnur nú að bók um einelti. Rapparinn hefur þegar skrifað undir samning við bókaútgefandann Ben Schrank um innihald bókarinnar, en hún mun kallast Playground og vera skáldsaga byggð á hans eigin æsku.

Aðalsöguhetjan verður þrettán ára hrekkjusvín sem finnur til sektarkenndar eftir vondan hrekk. „Ég fann fyrir mikilli þörf til að skrifa „Playground“ því mig langaði til að komast að því hvernig barn verður að hrekkjusvíni. Ég fann vissa atburði úr minni eigin æsku og unglingsárum og er spenntur að sjá sögu mína verða að bók,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.