Leikarinn og fyrrverandi kærasti Lindsay Lohan, Wilmer Valderrama, segist ennþá hafa trú á leikkonunni þrátt fyrir mikil vandræði hennar upp á síðkastið.
Valderrama og Lohan voru saman árið 2004 en leikarinn, sem er þekktastur fyrir leik sinn í þáttaröðinni That ‘70s Show, tjáir sig um Lohan í viðtali við blaðið People.
„Stundum verður fólk að ganga í gegnum hlutina og við að sýna því skilning. Allir eiga skilið annað tækifæri,“ segir Valderrama og bætir við að hann hafi fulla trú á að Lohan komi aftur inn í kvikmyndaiðnaðinn.
„Hún er svo hæfileikarík og það á eftir að hjálpa henni mikið.“
