Lífið

Leikari kvæntist ólögráða stúlku

Leikarinn Doug Hutchison kvæntist Courtney Stodden á dögunum. Þrjátíu og fimm ára aldursmunur er á hjónunum, en Stodden er enn ekki orðin lögráða.
Leikarinn Doug Hutchison kvæntist Courtney Stodden á dögunum. Þrjátíu og fimm ára aldursmunur er á hjónunum, en Stodden er enn ekki orðin lögráða.
Leikarinn Doug Hutchison, sem þekktastur er fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Green Mile og sjónvarpsþáttunum Lost og The X-Files, kvæntist á dögunum hinni sextán ára gömlu Courtney Alexis Stodden í Las Vegas. Hutchison er sjálfur fimmtíu og eins árs gamall og ári eldri en tengdamóðir hans.

Stodden er fyrrverandi keppandi í fegurðarsamkeppnum ætluðum unglingsstúlkum, upprennandi söngkona og stýrir jafnframt eigin dægurmálaþætti á Youtube. Foreldrar brúðarinnar munu vera afskaplega hrifnir af tengdasyni sínum, enda þurfti að gefa leyfi fyrir ráðahagnum þar sem Stodden er enn ekki lögráða. Brúðhjónin sendu frá sér tilkynningu skömmu eftir athöfnina þar sem þau sögðust vera yfir sig ástfangin.

„Við áttum okkur á því að aldursmunurinn er mikill en við erum mjög ástfangin og viljum koma þeim þeim skilaboðum á framfæri að ástin spyr ekki um aldur," sagði parið í tilkynningu sinni.

Fréttirnar vekja ekki síður athygli fyrir þær sakir að Stodd-en lítur út fyrir að vera mun eldri en hún er og áttu margir bágt með að trúa því að stúlkan væri í raun sextán ára gömul. Sumar fréttaveitur töldu því í upphafi að um gabb væri að ræða en nú hefur verið staðfest að svo er ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.