Pétur Ben undirbýr aðra sólóplötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. júní 2011 11:36 Pétur Ben tónlistarmaður undirbýr nú útgáfu annarrar sólóplötu sinnar. Fimm ár eru liðin frá því að frumraun hans Wine for my Weakness kom út. Í viðtali í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu 977 talar Pétur um væntanlega plötu eins og lifandi veru. Hann talar um að á sínum tíma hafi hann reynt að stýra lagasmíðum í léttari áttir en að "platan hafi ekki leyft honum það". Hann lýsir nýju lögunum sem tilraunakenndari og jafnvel dekkri en á síðustu plötu. "Meira dróní," sagði hann og vísar þar til að einhver laganna fljóta áfram í svipuðum tón. Með honum á plötunni verða Sigtryggur Baldursson trommuleikari, Þorbjörn Sigurðsson hljómborðsleikari Ensíma og Dr. Spock og Haraldur Þorsteinsson á bassa. Ekki er komin útgáfudagur á nýju plötuna en aðdáendur Péturs geta verið vongóðir um að hún verði kláruð í tæka tíð fyrir veturinn. Nóg er þó að gera hjá Pétri um þessar mundir en hann gaf nýverið út sameiginlega breiðskífu með Eberg sem er öllu poppaðri en hans eigið efni. Sú plata heitir Numbers Game og ætla þeir félagar að standa fyrir útgáfutónleikum í byrjun júlí. Bæði í Reykjavík og á Græna hattinum á Akureyri. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Pétur Ben tónlistarmaður undirbýr nú útgáfu annarrar sólóplötu sinnar. Fimm ár eru liðin frá því að frumraun hans Wine for my Weakness kom út. Í viðtali í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu 977 talar Pétur um væntanlega plötu eins og lifandi veru. Hann talar um að á sínum tíma hafi hann reynt að stýra lagasmíðum í léttari áttir en að "platan hafi ekki leyft honum það". Hann lýsir nýju lögunum sem tilraunakenndari og jafnvel dekkri en á síðustu plötu. "Meira dróní," sagði hann og vísar þar til að einhver laganna fljóta áfram í svipuðum tón. Með honum á plötunni verða Sigtryggur Baldursson trommuleikari, Þorbjörn Sigurðsson hljómborðsleikari Ensíma og Dr. Spock og Haraldur Þorsteinsson á bassa. Ekki er komin útgáfudagur á nýju plötuna en aðdáendur Péturs geta verið vongóðir um að hún verði kláruð í tæka tíð fyrir veturinn. Nóg er þó að gera hjá Pétri um þessar mundir en hann gaf nýverið út sameiginlega breiðskífu með Eberg sem er öllu poppaðri en hans eigið efni. Sú plata heitir Numbers Game og ætla þeir félagar að standa fyrir útgáfutónleikum í byrjun júlí. Bæði í Reykjavík og á Græna hattinum á Akureyri. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira