Lífið

Íslenskar myndir Tildu Swinton slá í gegn

Tilda Swinton
Tilda Swinton Mynd/AP
Ágústhefti bandaríska tískutímaritsins W er komið út. Þar er að finna myndaþátt með bresku óskarsverðlaunaleikkonunni Tildu Swinton sem var tekinn hér á landi í byrjun apríl.

Myndirnar hafa vakið mikla athygli í erlendum tískumiðlum á borð við Fashionista, Huffington Post og Dlisted og þykja mjög vel heppnaðar.

Segja miðlarnir að það sé engu líkara en Swinton sé stödd úti í geimnum og ekki skemmi fyrir að hún líti sjálf út eins og vera úr öðrum heimi.

Myndirnar og umfjöllunina má nálgast á Fashionista, Huffington Post, og Dlisted.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.