Innlent

Pressan hótar málsókn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Ingi Hrafnsson er útgáfustjóri Pressunnar.
Björn Ingi Hrafnsson er útgáfustjóri Pressunnar.
Vefpressan ehf, sem meðal annars á og rekur Pressuna, ætlar að fela lögmönnum að höfða mál á hendur einstaklingum sem hafa staðið fyrir herferð undanfarna daga í því skyni að fá fyrirtæki sem auglýsa á miðlum Vefpressunnar til að hætta birtingu auglýsinga sinna þar.

Á vef Pressunnar segir að jafnframt standi til að höfða meiðyrðamál gegn einstaklingum sem hafi viðhaft ærumeiðandi ummæli undanfarna daga, búið til falskar vefsíður og sagt forsvarsmenn Pressunnar „nauðgaravini" og „stuðningsmenn nauðgara" svo dæmi séu tekin.

Á vefnum kemur jafnframt fram að sérfræðingur í efnahagsráðuneytinu hafi m.a. staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem fólk sé hvatt til að sækja ekki miðla Vefpressunnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna hafi beitt sér í samtölum við fyrirtæki í þeim tilgangi að valda Vefpressunni fjárhagslegu tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×