Innlent

Þingmennirnir stigu dansinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þingmennirnir þóttu standa sér vel.
Þingmennirnir þóttu standa sér vel.
Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi stigu villtan dans í útsendingu á Stöð 2 undir slagorðinu „Skemmtun sem skiptir máli" og er haldin til söfnunar fyrir Unicef. Það var mál manna að dansinn væri vel samhæfður og þingmenninnirnir hafi unnið vel saman þótt þeir hafi karpað töluvert á þinginu undanfarið. Þeir þingmenn sem tóku þátt voru Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ólína Þorvarðardóttir frá Samfylkingunni, Þuríður Backman úr VG, Höskuldur Þórhallsson úr Framsóknarflokknum, Margrét Tryggvadóttir úr Hreyfingunni og Pétur Blöndal úr Sjálfstæðisflokknum.

Hægt er að horfa á útsendinguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×