Landsbankinn setur ofan í við Lilju Rafney 25. ágúst 2011 17:08 Lilja Rafney Forsvarsmenn Landsbankans lýsa yfir vonbrigðum með viðbrögð formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, Lilju Rafneyjar Magnúsardóttur, við umsögn bankans um fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér. Lilja sagði meðal annars í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram". Í yfirlýsingu Landsbankans segir meðal annars að bankinn gæti varfærinna sjónarmiða við mat á útlánum í dag og einnig í umsögn sinni um lagafrumvarp um stjórn fiskveiða. Landsbankinn lítur á málið út frá hagfræðilegum og viðskiptalegum sjónarmiðum og telur að fyrirliggjandi frumvarp geri lánveitingar til sjávarútvegs mun áhættusamari en þær eru nú. Stjórnendur bankans telja það skyldu sína að benda á þá áhættu. Svo segir orðrétt: Þessi niðurstaða er ítarlega rökstudd með tilliti til nýtingartíma, framsals aflaheimilda, veðhæfni aflaheimilda og annarra eigna og meðferð fullnustueigna. Lánakjör margra sjávarútvegsfyrirtækja munu líklegast versna vegna þess að tryggingar fyrir lánum verða lakari og svigrúm útgerða til að gera nauðsynlegar breytingar í rekstri, fjárfesta og hagræða, verður fyrirsjáanlega mun þrengra en nú er. Starfsmenn Landsbankans hafa lært af hruninu. Útlánareglur Landsbankans hafa verið endurskoðaðar frá grunni og markvisst hefur verið dregið úr áhættu í lánveitingum undanfarin ár. Núverandi stjórnendur bankans stunda varfærna lánastarfsemi. Annar lærdómur sem dreginn hefur verið er að rökstudd gagnrýni er af hinu góða og að málefnaleg umræða verður að fá meira svigrúm. Þessa hugsun hafa stjórnendur innleitt í bankanum og stjórnmálamenn þurfa líka að hafa þetta í huga. Á þennan þátt var rækilega bent í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hægt er að nálgast viðtal við Lilju hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Forsvarsmenn Landsbankans lýsa yfir vonbrigðum með viðbrögð formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, Lilju Rafneyjar Magnúsardóttur, við umsögn bankans um fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér. Lilja sagði meðal annars í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram". Í yfirlýsingu Landsbankans segir meðal annars að bankinn gæti varfærinna sjónarmiða við mat á útlánum í dag og einnig í umsögn sinni um lagafrumvarp um stjórn fiskveiða. Landsbankinn lítur á málið út frá hagfræðilegum og viðskiptalegum sjónarmiðum og telur að fyrirliggjandi frumvarp geri lánveitingar til sjávarútvegs mun áhættusamari en þær eru nú. Stjórnendur bankans telja það skyldu sína að benda á þá áhættu. Svo segir orðrétt: Þessi niðurstaða er ítarlega rökstudd með tilliti til nýtingartíma, framsals aflaheimilda, veðhæfni aflaheimilda og annarra eigna og meðferð fullnustueigna. Lánakjör margra sjávarútvegsfyrirtækja munu líklegast versna vegna þess að tryggingar fyrir lánum verða lakari og svigrúm útgerða til að gera nauðsynlegar breytingar í rekstri, fjárfesta og hagræða, verður fyrirsjáanlega mun þrengra en nú er. Starfsmenn Landsbankans hafa lært af hruninu. Útlánareglur Landsbankans hafa verið endurskoðaðar frá grunni og markvisst hefur verið dregið úr áhættu í lánveitingum undanfarin ár. Núverandi stjórnendur bankans stunda varfærna lánastarfsemi. Annar lærdómur sem dreginn hefur verið er að rökstudd gagnrýni er af hinu góða og að málefnaleg umræða verður að fá meira svigrúm. Þessa hugsun hafa stjórnendur innleitt í bankanum og stjórnmálamenn þurfa líka að hafa þetta í huga. Á þennan þátt var rækilega bent í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hægt er að nálgast viðtal við Lilju hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00