Landsbankinn setur ofan í við Lilju Rafney 25. ágúst 2011 17:08 Lilja Rafney Forsvarsmenn Landsbankans lýsa yfir vonbrigðum með viðbrögð formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, Lilju Rafneyjar Magnúsardóttur, við umsögn bankans um fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér. Lilja sagði meðal annars í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram". Í yfirlýsingu Landsbankans segir meðal annars að bankinn gæti varfærinna sjónarmiða við mat á útlánum í dag og einnig í umsögn sinni um lagafrumvarp um stjórn fiskveiða. Landsbankinn lítur á málið út frá hagfræðilegum og viðskiptalegum sjónarmiðum og telur að fyrirliggjandi frumvarp geri lánveitingar til sjávarútvegs mun áhættusamari en þær eru nú. Stjórnendur bankans telja það skyldu sína að benda á þá áhættu. Svo segir orðrétt: Þessi niðurstaða er ítarlega rökstudd með tilliti til nýtingartíma, framsals aflaheimilda, veðhæfni aflaheimilda og annarra eigna og meðferð fullnustueigna. Lánakjör margra sjávarútvegsfyrirtækja munu líklegast versna vegna þess að tryggingar fyrir lánum verða lakari og svigrúm útgerða til að gera nauðsynlegar breytingar í rekstri, fjárfesta og hagræða, verður fyrirsjáanlega mun þrengra en nú er. Starfsmenn Landsbankans hafa lært af hruninu. Útlánareglur Landsbankans hafa verið endurskoðaðar frá grunni og markvisst hefur verið dregið úr áhættu í lánveitingum undanfarin ár. Núverandi stjórnendur bankans stunda varfærna lánastarfsemi. Annar lærdómur sem dreginn hefur verið er að rökstudd gagnrýni er af hinu góða og að málefnaleg umræða verður að fá meira svigrúm. Þessa hugsun hafa stjórnendur innleitt í bankanum og stjórnmálamenn þurfa líka að hafa þetta í huga. Á þennan þátt var rækilega bent í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hægt er að nálgast viðtal við Lilju hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Forsvarsmenn Landsbankans lýsa yfir vonbrigðum með viðbrögð formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, Lilju Rafneyjar Magnúsardóttur, við umsögn bankans um fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér. Lilja sagði meðal annars í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram". Í yfirlýsingu Landsbankans segir meðal annars að bankinn gæti varfærinna sjónarmiða við mat á útlánum í dag og einnig í umsögn sinni um lagafrumvarp um stjórn fiskveiða. Landsbankinn lítur á málið út frá hagfræðilegum og viðskiptalegum sjónarmiðum og telur að fyrirliggjandi frumvarp geri lánveitingar til sjávarútvegs mun áhættusamari en þær eru nú. Stjórnendur bankans telja það skyldu sína að benda á þá áhættu. Svo segir orðrétt: Þessi niðurstaða er ítarlega rökstudd með tilliti til nýtingartíma, framsals aflaheimilda, veðhæfni aflaheimilda og annarra eigna og meðferð fullnustueigna. Lánakjör margra sjávarútvegsfyrirtækja munu líklegast versna vegna þess að tryggingar fyrir lánum verða lakari og svigrúm útgerða til að gera nauðsynlegar breytingar í rekstri, fjárfesta og hagræða, verður fyrirsjáanlega mun þrengra en nú er. Starfsmenn Landsbankans hafa lært af hruninu. Útlánareglur Landsbankans hafa verið endurskoðaðar frá grunni og markvisst hefur verið dregið úr áhættu í lánveitingum undanfarin ár. Núverandi stjórnendur bankans stunda varfærna lánastarfsemi. Annar lærdómur sem dreginn hefur verið er að rökstudd gagnrýni er af hinu góða og að málefnaleg umræða verður að fá meira svigrúm. Þessa hugsun hafa stjórnendur innleitt í bankanum og stjórnmálamenn þurfa líka að hafa þetta í huga. Á þennan þátt var rækilega bent í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hægt er að nálgast viðtal við Lilju hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent