Góð helgi framundan í kvikmyndahúsum 29. september 2011 18:00 Stórskotalið Marion Cotillard og Matt Damon leika aðalhlutverkin í kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, sem frumsýnd verður um helgina. nordicphotos/Getty Bíónörd ættu að eiga góða helgi fram undan því nýjasta kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Soderbergh hafa verið mislagðar hendur að undanförnu en miðað við leikhóp myndarinnar ætti fátt að geta klikkað; Jude Law, Matt Damon, Kate Winslet, Laurence Fishburne og Marion Cotillard svo fáeinir séu nefndir. Myndin tekst reyndar á við kunnuglegt stef í kvikmyndasögunni, segir frá því þegar lífshættulegur vírus herjar á jarðarbúa og lamar allt samfélagið. Myndin fær 7,3 á imdb. com og 84 prósent gagnrýnenda eru ánægðir með hana samkvæmt rottentomatoes.com. Eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni er íslenska kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra frumsýnd um helgina og hið sama má segja um Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar. Myndin er framlag Íslands í forval Óskarsverðlaunanna og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda á kvikmyndahátíðum um allan heim. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Margrét Helga Jóhannesdóttir og Theódór Júlíusson. Ítarlega verður rætt við Rúnar í helgarblaði Fréttablaðsins. Loks fá börnin eitthvað fyrir sinn snúð því kvikmyndin Rauðhetta 2: Rauða gegn hinu illa er komin í sýningar. Rauðhetta heldur áfram að rannsaka dularfulla glæpi í ævintýraskóginum og að þessu sinni reynir hún að finna út úr dularfullu hvarfi Hans og Grétu. Myndin er sýnd með íslensku og ensku tali. Birgitta Haukdal talar fyrir Rauðhettu í íslensku útgáfunni. - fgg Lífið Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Bíónörd ættu að eiga góða helgi fram undan því nýjasta kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Soderbergh hafa verið mislagðar hendur að undanförnu en miðað við leikhóp myndarinnar ætti fátt að geta klikkað; Jude Law, Matt Damon, Kate Winslet, Laurence Fishburne og Marion Cotillard svo fáeinir séu nefndir. Myndin tekst reyndar á við kunnuglegt stef í kvikmyndasögunni, segir frá því þegar lífshættulegur vírus herjar á jarðarbúa og lamar allt samfélagið. Myndin fær 7,3 á imdb. com og 84 prósent gagnrýnenda eru ánægðir með hana samkvæmt rottentomatoes.com. Eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni er íslenska kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra frumsýnd um helgina og hið sama má segja um Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar. Myndin er framlag Íslands í forval Óskarsverðlaunanna og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda á kvikmyndahátíðum um allan heim. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Margrét Helga Jóhannesdóttir og Theódór Júlíusson. Ítarlega verður rætt við Rúnar í helgarblaði Fréttablaðsins. Loks fá börnin eitthvað fyrir sinn snúð því kvikmyndin Rauðhetta 2: Rauða gegn hinu illa er komin í sýningar. Rauðhetta heldur áfram að rannsaka dularfulla glæpi í ævintýraskóginum og að þessu sinni reynir hún að finna út úr dularfullu hvarfi Hans og Grétu. Myndin er sýnd með íslensku og ensku tali. Birgitta Haukdal talar fyrir Rauðhettu í íslensku útgáfunni. - fgg
Lífið Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira