KR-ingar leita að opinni rútu 29. september 2011 16:00 eins og í Katalóníu Svona gæti verið umhorfs í Vesturbæ Reykjavíkur ef KR-ingar finna réttan fararskjóta. Kristinn Kjærnested segir ýmsar hugmyndir vera á borðinu um sigurhátíð liðsins. „Menn hafa verið að kasta á milli sín hugmyndum um sigurhátíðina í vikunni," segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR. KR tryggði sér á dögunum Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, en fyrir er liðið ríkjandi bikarmeistari. Lokaumferðin í Pepsi-deild karla fer fram á laugardaginn, en þá munu Valur og KR eigast við á Hlíðarenda. Eftir leikinn verður mikið um dýrðir í Vesturbænum, en þar gengur sú saga að opin rúta verði leigð undir liðið líkt og tíðkast víða í íþróttaheiminum. Kristinn segir að sú hugmynd sé góð og viðurkennir að hún hafi verið rædd. „Þetta er ekki útilokað. Það á eftir að koma á óvart, hvernig þetta verður," segir hann og bætir við að íslenska veðráttan mætti vera eins og sú í Katalóníu þar sem þúsundir heimamanna hafa fagnað titlum Börsunga á þennan hátt. „Það verða þarna sætar konur og vel snyrtir karlar, þannig að það gæti orðið spes ef við keyrum með þau alla leið út á nes. Það er hins vegar þannig, að við gerum ekki ráð fyrir því að það verði mikið af öðrum Reykvíkingum sem vilja hylla okkur. Þó að ég viti að mörgum þykir miklu vænna um okkur en þeir vilja viðurkenna." KR-ingar fagna titlunum á Rauða ljóninu á Eiðistorgi. Liðið mætir þangað klukkan 21 og Kristinn segir það sé verið að sjóða saman dagskrána. „Það verður einhver hljómsveit og húllumhæ," segir hann. „Það hefur verið afar skemmtilegt, þegar sigrarnir hafa komið. Þá mæta strákarnir á svalirnar og stuðningsmennirnir eru á torginu og þeir eru kynntir og hylltir." - afb Lífið Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Menn hafa verið að kasta á milli sín hugmyndum um sigurhátíðina í vikunni," segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR. KR tryggði sér á dögunum Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, en fyrir er liðið ríkjandi bikarmeistari. Lokaumferðin í Pepsi-deild karla fer fram á laugardaginn, en þá munu Valur og KR eigast við á Hlíðarenda. Eftir leikinn verður mikið um dýrðir í Vesturbænum, en þar gengur sú saga að opin rúta verði leigð undir liðið líkt og tíðkast víða í íþróttaheiminum. Kristinn segir að sú hugmynd sé góð og viðurkennir að hún hafi verið rædd. „Þetta er ekki útilokað. Það á eftir að koma á óvart, hvernig þetta verður," segir hann og bætir við að íslenska veðráttan mætti vera eins og sú í Katalóníu þar sem þúsundir heimamanna hafa fagnað titlum Börsunga á þennan hátt. „Það verða þarna sætar konur og vel snyrtir karlar, þannig að það gæti orðið spes ef við keyrum með þau alla leið út á nes. Það er hins vegar þannig, að við gerum ekki ráð fyrir því að það verði mikið af öðrum Reykvíkingum sem vilja hylla okkur. Þó að ég viti að mörgum þykir miklu vænna um okkur en þeir vilja viðurkenna." KR-ingar fagna titlunum á Rauða ljóninu á Eiðistorgi. Liðið mætir þangað klukkan 21 og Kristinn segir það sé verið að sjóða saman dagskrána. „Það verður einhver hljómsveit og húllumhæ," segir hann. „Það hefur verið afar skemmtilegt, þegar sigrarnir hafa komið. Þá mæta strákarnir á svalirnar og stuðningsmennirnir eru á torginu og þeir eru kynntir og hylltir." - afb
Lífið Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira