Enski boltinn

Daily Mirror: Newcastle vill fá Kolbein til að fylla skarð Carroll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/AP
Kolbeinn Sigþórsson gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina í fótbolta á næstunni því enska blaðið Daily Mirror sló því upp í morgun að Newcastle vilji fá íslenska landsliðsmanninn til þess að fylla skarð Andy Carroll sem félagið seldi til Liverpool fyrir 35 milljónir punda á dögunum.

Kolbeinn gat ekki leikið með íslenska landsliðinu á móti Kýpur í gær vegna meiðsla en hann hefur átt mjög gott tímabil með AZ Alkmaar. Hann er búinn að skora 11 mörk í 27 deildarleikjum þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað inn á í 14 leikjanna.

Daily Mirror segir að Kolbeinn svipi til Andy Carroll að mörgu leiti, hann sé sterkur í loftinu, góða tækni og tilbúinn að láta vaða af löngu færi.

Kolbeinn komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar hann varð aðeins annars erlendi leikmaðurinn til þess að skora fimm mörk í einum og sama leiknum í hollensku úrvalsdeildinni en það gerði hann í 6-1 sigri á VVV-Venlo.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×